Erlent

Notaði barn sem kynlífsþræl en segir málið hjartnæma ástarsögu

Guðjón Helgason skrifar
Jaycee Lee Dugard þurfti að þola hrottalegt kynferðisofbeldi í fjölda ára.
Jaycee Lee Dugard þurfti að þola hrottalegt kynferðisofbeldi í fjölda ára.

Hjón um sextugt eru í haldi lögreglu í Kaliforníu ákærðu fyrir að hafa rænt ellefu ára stúlku fyrir átján árum og haldið henni í kynlífsþrælkun. Ekkert mun ama að stúlkunni sem hefur átt fagnaðarfundi með móður sinni og stjúpföður.

Stjúpfaðir Jaycee Lee Dugard varð vitni af því þegar hún var numin á brott af tveimur mannræningjum við strætisvagnabiðstöð 1991. Hennar var lengi leitað eða allt þar til foreldrarnir töldu hana af.

Það var svo fyrir skömmu að dæmdur kynferðisbrotamaður, Philip Garrido, sást á gangi með tveimur börnum á háskólalóð í Kaliforníu. Hann er á lífstíðar reynslulausn og umgengni hans við börn mjög takmörkuð. Hann var þegar kallaður til skilorðseftirlitsmanns og mætti hann þar með börnin og Jaycee sem hann kynnti með nafni.

Jaycee mun hafa verið fangi Garrido og eiginkonu hans, sem einnig er ákærð, í átján ár. Henni mun hafa verið haldið í tjaldi og földum skúr í garði bak við hús hjónanna. Þar mun hún hafa sætt kynferðislegu ofbeldi og alið kvalara sínum tvö börn þegar hún sjálf var fjórtán og sautján ára.

Í símaviðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í dag neitaði Garrido ásökunum um að hann hafi rænt Dugard. Um hjartnæma ástarsögu hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×