Erlent

Kyrkti stjúpdóttur sína og hengdi sig

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breskur vörubílstjóri kyrkti níu ára stjúpdóttur sína og hengdi sig að ódæðinu loknu. Lögreglumenn fundu bílinn og lík stjúpfeðginanna síðdegis á laugardag eftir að bílsins hafði verið saknað um tíma en hann flutti vörur fyrir stórmarkaðinn Spar. Unnt var að finna bílinn með hjálp GPS-staðsetningartækja og fannst hann við bæinn Warmington. Lögregla segir atburðinn óskiljanlegan og að ekkert hafi amað að í sambandi mannsins við móður stúlkunnar, sem varað hafði í rúmt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×