Erlent

Ahmadinejad vill refsa forsvarsmönnum mótmælanna

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. Mynd/AP
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. Mynd/AP
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, telur brýnt að forsvarsmönnum mótmælanna í kjölfar forsetakosninganna í júní verði dregnir til ábyrgðar og refsað. Þeir sem nú þegar hafi verið ákærðir eigi ekki einir að bera ábyrgð. Þetta kom fram í ávarpi forsetans við föstudagsbænir í höfuðborg landsins, Teheran, í dag.

Þúsundir voru handteknir í kjölfar mótmælaöldunnar og átakanna sem brutust út í höfuðborginni dagana eftir forsetakosningarnar 12. júní síðastliðinn. Að minnsti 30 Íranir létust í átökunum.

Í ávarpinu í dag nefndi forsetinn engin nöfn en hann hefur áður látið hafa eftir sér að ákæra eigi andstæðinga hans í kosningabaráttunni, en þar á meðal er Mohammad Khatami, fyrrverandi forseti Írans. Þá fordæmdi forsetinn það sem hann kallaði afskipti Vesturlanda af innanríkismálum Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×