Erlent

Almenningi hleypt að leiði Edwards Kennedy

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá kirkjugarðinum í Arlington í Virginíu.
Frá kirkjugarðinum í Arlington í Virginíu. MYND/Getty Images

Almenningi hefur verið opnaður aðgangur að leiði öldungadeildarþingmannsins Edwards Kennedy heitins en það var gert klukkan átta í gærmorgun að staðartíma í Virginíu, innan við tólf klukkustundum eftir að útförin fór fram. Edward var lagður til hinstu hvíli skammt frá bræðrum sínum, John og Robert Kennedy sem báðir voru skotnir til bana. Gestir, sem komu til að votta öldungadeildarþingmanninum virðingi sína, hafa þegar skilið eftir töluvert af blómum og kortum við gröf hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×