Erlent

Fjármálaráðherra Hollands tjáir sig ekki um fyrirvara

Wouter Bos tjáir sig ekki um fyrirvarana. Mynd/ AFP.
Wouter Bos tjáir sig ekki um fyrirvarana. Mynd/ AFP.
Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands er ánægður með að Alþingi skuli hafa afgreitt Icesave frumvarpið í gær.

Ráðherrann segir afgreiðslu Alþingis vera jákvætt skref fram á við og auka möguleikana á því að hollenskir skattgreiðendur fái tjón Hollands vegna Icesave bætt. Bos vildi þó ekki tjá sig efnislega um þá fyrirvara sem Alþingi setti við ríkisábyrgð vegna Icesave og sagðist bíða formlegra útskýringa íslenskra stjórnvalda áður en hann gerði það. Nokkrir þingmenn Kristilegra demókrata á hollenska þinginu hafa hins vegar nú þegar lýst óánægju með fyrirvara Alþingis og telja að semja þurfi upp á nýtt við Íslendinga.

Viðbrögð breska fjármálaráðuneytisins hafa verið jákvæð en þar á bæ vilja menn heldur ekki tjá sig nánar fyrr en formleg skilaboð hafa borist frá íslenskum stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×