Erlent

Apple þvertekur fyrir að iPhone símar springi

Tölvu- og farsímaframleiðandinn Apple neitar að iPhone símar fyrirtækisins ofhitni og springi við venjulega notkun. Átján ára karlmaður í Frakklandi slasaðist nýverið á auga þegar iPhone sími kærustu hans sprakk. Vitað er um fleiri samskonar atlvik í Frakklandi.

Fregnir af bilunum sem þessum eru þó ekki einskorðaðar við Frakkland því að undanförnu hafa svipuð atvik komið upp í Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. Samt sem áður þvertekur Apple fyrir að iPhone símarnir geti ofhitnað og sprungið.


Tengdar fréttir

Slasaðist á auga þegar iPhone sprakk

Átján ára karlmaður í Frakklandi slasaðist á auga þegar iPhone sími kærustu hans sprakk við venjulega notkun. Fleiri dæmi eru um að iPhone tæki hafi sprungið. Yfirvöld í Japan hafa einnig hafið rannsókn á því af hverju blossar stóðu út úr tónhlöðu af gerðinni iPod nano meðan hann var í hleðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×