Erlent

Neitar því að lausn al Megrahi tengist viðskiptum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Al Megrahi.
Al Megrahi.

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw neitar því alfarið að Lockerbie-sprengjumanninum Ali Mohmed al Megrahi hafi verið sleppt úr fangelsi til að liðka fyrir samningum um olíuleit British Petrolium-fyrirtækisins í Líbýu. Skoski dómsmálaráðherrann Kenny MacAskill tekur í sama streng og segir al Megrahi eingöngu hafa verið veitt frelsi af mannúðarástæðum þar sem hann þjáist af ólæknandi krabbameini. Sprengingin í farþegaþotu Pan American yfir skoska bænum Lockerbie varð 270 manns að bana í desember 1988.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×