Erlent

Kínverskt frímerki boðið upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta frímerki er frá 1950 og sýnir þá Josef Stalín og Mao Tse Tung takast í hendur.
Þetta frímerki er frá 1950 og sýnir þá Josef Stalín og Mao Tse Tung takast í hendur.

Sjaldgæft kínverskt frímerki frá 19. öld verður boðið upp í Hong Kong í september en frímerkið er metið á allt að 258.000 dollara, jafnvirði rúmlega 32 milljóna króna. Það er eitt af um það bil 1.500 frímerkjum sem boðin verða upp á sérstöku póstsöguuppboði. Ásamt þessu tiltekna frímerki verða boðin upp frímerki sem prentuð voru að undirlagi Yuan Shikai, forseta Kína, sem tók sér titilinn keisari árið 1916 en var fljótlega steypt af stóli. Þau frímerki fóru aldrei í umferð og þykja merkir safngripir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×