Erlent

Bernanke fórnarlamb auðkennaþjófa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ben Bernanke.
Ben Bernanke. MYND/Reuters

Bandaríski seðlabankastjórinn Ben Bernanke er eitt af hundruðum fórnarlamba glæpahrings sem sérhæfir sig í auðkennastuldi og náði undir fölsku flaggi að stela meira en 2,1 milljón dollara, jafnvirði um 270 milljóna króna, af einstaklingum og fjármálastofnunum um gervöll Bandaríkin. Ástæða þess að Bernanke dróst inn í atburðarásina er að veski eiginkonu hans var stolið á kaffihúsi í ágúst í fyrra og tókst þjófunum að nýta sér persónuskilríki hennar til að ná fé út af sameiginlegum reikningi þeirra hjóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×