Erlent

Schwarzenegger heldur bílskúrssölu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, heldur nú eins konar bílskúrssölu á uppboðsvefnum eBay til bjargar fjárhag ríkisins. Þar býður hann til sölu um það bil 6.000 hluti í óskilum sem lent hafa í höndum einhverra opinberra stofnana og kennir þar ýmissa grasa, allt frá sjónaukum og tölvum upp í bíla. Á þessu græða allir, segir ríkisstjórinn tröllvaxni, hvort tveggja kaupendur og seljandinn. Ekki er þó talið líklegt að þetta framtak fari langt með að fylla upp í 26 milljarða dollara fjárlagahalla Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×