Erlent

Meðlim konungsfjölskyldu Sáda sýnt banatilræði

Muhammad bin Nayef.
Muhammad bin Nayef.

Muhammad bin Nayef, meðlim í konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og aðstoðaröryggismálaráðherra landsins, var sýnt banatilræði í sjálfsmorðssprengjuárás í dag. Prinsinn hlaut lítils háttar meiðsli.

Þetta er fyrsta banatilræðið sem einhverjum úr konungsfjölskyldunni er sýnt í átta ár eða frá því að Sádar skáru upp herör gegn hryðjuverkamönnum í konungsríkinu.

Samtök íslamskra öfgamanna eru talin bera ábyrgð á tilræðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×