Erlent

Karzai eykur forskot sitt

kosningarnar Kosningarnar fóru fram í síðustu viku og bæði Karzai og Abdullah lýstu yfir sigri. fréttablaðið/ap
kosningarnar Kosningarnar fóru fram í síðustu viku og bæði Karzai og Abdullah lýstu yfir sigri. fréttablaðið/ap

Nýjustu tölur úr forsetakosningum í Afganistan gefa til kynna að Hamid Karzai, forseti landsins, hafi aukið forskot sitt. Samkvæmt þeim hefur Karzai hlotið 44,8 prósent atkvæða á meðan Abdullah, fyrrum utanríkisráðherra landsins, hefur hlotið 35,1 prósent. Tölurnar eru þó byggðar á 17 prósentum atkvæða víðs vegar um landið, og gætu því breyst mikið.

Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en um miðjan september, þar sem tugi alvarlegra kvartana vegna kosninganna þarf að rannsaka.

Miðað við nýju tölurnar hefur Karzai ekki sigrað endanlega í kosningunum. Sigurvegari þarf að fá helming atkvæða, en ef enginn fær svo mörg atkvæði þarf að kjósa aftur á milli tveggja efstu manna.

Abdullah hefur sakað Karzai um víðtækt kosningasvindl, en því hefur Karzai alfarið neitað. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×