Erlent

Skógareldarnir ógna 12 þúsund heimilum

Ríkisstjórinn sést hér hugga Tami Higgs sem missti aleiguna þegar hús hennar brann til kaldra kola í nótt. Mynd/AP
Ríkisstjórinn sést hér hugga Tami Higgs sem missti aleiguna þegar hús hennar brann til kaldra kola í nótt. Mynd/AP
Skógareldar breiðast nú stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angelesborg í Kaliforníuríki. Ríflega 180 ferkílómetra skóg- og ræktarland hafa orðið eldunum að bráð. Talið er að þeir ógni um 12 þúsund heimilum í jaðri borgarinnar og hafa mörg þúsund íbúar verið fluttir frá heimilum sínum.

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, heimsótti í dag svæði sem hafa orðið skógareldunum að bráð.

Fleiri en tvö þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana en það gengur illa sökum mikilla þurrka og hita. Tveir slökkviliðsmenn fórust í eldunum þegar bíll þeirra valt niður hlíð nærri eldunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×