Erlent

Rændu leigubílstjóra og settu hann í farangursgeymslu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Valby í Kaupmannahöfn var furðu lostin þegar hún brást við tilkynningu um hávaða úr farangursgeymslu leigubíls sem lagt hafði verið í stæði þar í bænum í gær. Þegar lögregluþjónar opnuðu farangursgeymsluna steig leigubílstjórinn út frelsinu feginn en tveir menn höfðu skömmu áður rænt hann, ógnað honum með hnífi og neytt hann ofan í farangursgeymsluna. Eftir ránið óku mennirnir um í dágóða stund með fórnarlamb sitt í farangursgeymslunni en skildu bílinn að lokum eftir á bílastæði og höfðu sig á brott. Lögregla leitar þeirra en hefur ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×