Erlent

Edward Kennedy borinn til grafar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Edward Kennedy, fyrrverandi þingmaður í öldungardeild Bandaríkjaþings, var borinn til hinstu hvílu í dag. Edward var bróðir Johns F. Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Edward sat á þingi í 47 ár.

Fjölmargir áhrifamenn voru viðstaddir jarðarförina. Þar á meðal Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ásamt fyrrverandi forsetum þeim Jimmy Carter, George Bush yngri og Bill Clinton. Stórtenórinn Placido Domingo söng við jarðarförina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×