Erlent

Breskir hermenn féllu í Afganistan

Mynd/AP
Tveir breskir hermenn féllu í sprengjuárás í Helmand-héraði í suð-vestur Afganistan í kvöld. Nú hafa 210 breskir hermenn fallið í landinu frá því Bretar hófu afskipti af málum þar árið 2001, þar af á annan tug í ágústmánuði. Talíbanar eru sagðir bera ábyrgð á ódæðunum.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hét breska hernum auknum liðsafla í Afganistan í ræðu sem hann flutti á laugardaginn. Yfirmenn breska hersins í Afganistan segja að hermennirnir þar séu staðráðnir í að halda baráttunni Talíbana áfram þrátt fyrir mikil átök og hækkandi dánartölur.

Í dag birti Stanley McChrystal, hershöfðingi, sem í vor tók við stjórn bandaríska herliðsins í Afganistan, skýrslu um stöðu mála í landinu. Segir hann að endurskoða þurfi stefnu hersins í Afganistan ef hún eigi að bíta á Talíbönum. Afganar eigi í trúnaðarkreppu því að líf þeirra hafi ekki batnað þó hert hafi verið á hernaði gegn Talíbönum. Koma þurfi til móts við vígamenn og útvega þeim lífsviðurværi, þannig fækki í röðum Talíbana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×