Erlent

Líktu borgarstjóranum í Óðinsvéum við Hitler

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íhaldsmenn í Óðinsvéum eru lítt gefnir fyrir það að gert sé grín að borgarstjóranum þeirra.
Íhaldsmenn í Óðinsvéum eru lítt gefnir fyrir það að gert sé grín að borgarstjóranum þeirra.
Íhaldsmenn í danska bænum Óðinsvéum eru ósáttir við veggspjald sem sósíaldemókratar létu útbúa nýlega. Þar er hinum íhaldssama borgarstjóra, Jan Boye, líkt við Adolf Hitler. Í Fyens Stiftstidende er haft eftir Thomas Sejersen borgarfulltrúa Íhaldsflokksins að veggspjaldið sé ógeðfellt og með því sé gengið yfir öll mörk.

Það eru ungliðar í Sósíaldemókrataflokknum sem standa að baki veggspjaldinu. Talsmaður þeirra segir að um grín sé að ræða sem ekki megi gera of mikið úr. Engu að síður er gert ráð fyrir að þau eintök sem hafi verið hengd upp, verði tekin aftur niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×