Erlent

Berlusconi kærir fjölmiðla fyrir meiðyrði

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er afar ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um einkalíf hans. Mynd/AP
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er afar ósáttur með umfjöllun fjölmiðla um einkalíf hans. Mynd/AP Mynd/AP
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að kæra fjölmiðla í heimalandi sínu og víða í Evrópu fyrir meiðyrði í umfjöllun sinni um einkalíf hans. Berlusconi er sjálfur eigandi fjölmiðlasamsteypu. Lögfræðingur forsætisráðherrans segir að nú þegar sé búið að höfða mál gegn fjölmiðlum á Ítalíu og í Frakklandi.

Fréttir af einkalífi Berlusconi hafa hvarvetna vakið mikla athygli að undanförnu og þá einkum hjónaskilnaður hans og samskipti forsætisráðherrans við ungar konur. Þá var nýverið opinberuð meint hljóðupptaka frá nótt sem hinn 72 ára gamli forsætisráðherra er sagður hafa eytt með þekktri vændiskonu.

Þrátt fyrir að ítalskir fjölmiðlar hafi hamast á Berluscon í marga mánuði vegna ástarlífs hans virðist Ítölum þó vera slétt sama því vinsældir hans hafa ekki dalað marktækt í skoðanakönnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×