Erlent

Óttast að rýmri löggjöf um líknardráp yrði misnotuð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breska konan heldur hér í hendur eiginmanns síns sem hún vill að hjálpi sér að deyja. Mynd/ AFP.
Breska konan heldur hér í hendur eiginmanns síns sem hún vill að hjálpi sér að deyja. Mynd/ AFP.
Rýmri löggjöf um líknarmorð gæti verið misnotuð af fjölskyldum sem vilja fyrirfara gömlum ættingjum sem eru byrði á fjölskyldunni. Þetta segir Barbara Wilding, ein reynslumesta lögreglukona í Bretlandi, við breska blaðið Telegraph.

Wilding segir að togstreita milli yngri og eldri kynslóða auk álags vegna aldurs þjóðarinnar sé sífellt meiri áskorun fyrir lögregluna. „Níðingsverk gagnvart öldruðum er eitthvað sem við verðum að rannsaka betur," segir Wilding í samtali við The Daily Telegraph. Hún segir að það þurfi að eiga sér stað svipuð vitundarvakning og varð þegar að almenningur hafi fyrst farið að gera sér grein fyrir því, í kringum 1970, hversu alvarlegt fyrirbæri barnamisnotkun væri.

Wilding segist ætla að fylgjast vel með öllum umræðum um breytingar á löggjöf um líknardráp. slíkt megi alls ekki verða til þess að fólk sjái auðvelda leið til þess að losa sig við byrðar. Ákæruvaldið í Bretlandi er nú að móta almennar reglur um það hvenær ákæra ætti fólk fyrir líknarmorð, en 46 ára gömul kona frá Bradford, sem þjáist af MS sjúkdómnum, hefur höfðað mál gegn ríkinu vegna þess að hún vill fá úr því skorið hvort eiginmaður hennar yrði ákærður ef hann hjálpaði henni að deyja á læknastofu í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×