Erlent

Tveir slökkviliðsmenn létust í skógareldum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Um 10.000 heimili í Los Angeles eru í hættu.
Um 10.000 heimili í Los Angeles eru í hættu. MYND/Getty Images

Tveir slökkviliðsmenn í Los Angeles týndu lífi í gær þegar þeir börðust við skógarelda sem breiðst hafa út með ógnarhraða í þurrkum síðan á miðvikudag. Þeir 2.800 slökkviliðsmenn sem berjast við eldana hafa aðeins náð að slökkva í um fimm prósentum þess svæðis sem logar og eru 10.000 heimili talin í hættu auk 500 fyrirtækja. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýsti á föstudag yfir neyðarástandi í Los Angeles og hefur fjölda fólks verið skipað að yfirgefa heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×