Erlent

Lögreglan fer yfir ný gögn

Einn af stofnendum The Rolling Stones fannst látinn í sundlaug fyrir fjörutíu árum.
Einn af stofnendum The Rolling Stones fannst látinn í sundlaug fyrir fjörutíu árum.
Lögreglan í Sussex á Englandi hefur fengið í hendur ný gögn í máli Brians Jones, fyrrum gítarleikara hljómsveitarinnar The Rolling Stones, sem lést fyrir fjórum áratugum, og ætlar í kjölfarið að fara yfir málið á ný.

Jones, sem var einn af stofnendum The Rolling Stones, fannst látinn á botni sundlaugar í Hartfield í austurhluta Sussex hinn 3. júlí árið 1969. Niðurstaða réttarrannsóknar leiddi í ljós að hann hefði látist af slysförum en þó hafa margir velt vöngum yfir því hvort hann hafi verið myrtur.

Lögreglan í Sussex segir of snemmt að segja til um hvort formleg rannsókn verði hafin á ný, að því er fram kemur á fréttavef BBC. - ve




Fleiri fréttir

Sjá meira


×