Erlent

Var kynlífsþræll í átján ár

Jaycee Lee Dugard  eins og hún leit út þegar henni var rænt og eins og hún gæti litið út núna.
Jaycee Lee Dugard eins og hún leit út þegar henni var rænt og eins og hún gæti litið út núna.

Hjón á sextugsaldri eru í haldi lögreglu í Kaliforníu vegna ásakan um að þau hafi rænt ellefu ára stúlku árið 1991 og haldið henni í kynlífsþrælkun í átján ár. Maðurinn, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, mun hafa nauðgað stúlkunni sem ól honum tvö börn.

Vitni sá konu og mann leiða hina ellefu ára gömlu Jaycee Lee Dugard á brott með sér þann tíunda júní 1991. Móðir hennar og stjúpfaðir leituðu hennar ákaft fyrstu árin á eftir en voru hin síðari ár búin að gefa upp alla von um að finna hana aftur á lífi.

Hjónunum Philip Craig og Nancy Garriado er gefið að sök að hafa rænt Dugard og haldið henni fanginni í skúr sem mun hafa verið vel falinn í garðinu bak við húsið þeirra í bænum Antioch, nærri San Francisco. Það er í um hundrað og sextíu kílómetra fjarlæðg frá heimabæ Dugard.

Dugard, sem nú er tuttugu og níu ára, var þar haldið sem kynlífsþræl og ól hun Garriado tvö börn sem nú eru fimmtán og ellefu ára.

Málið komst upp þegar Garriado, sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot og má ekki annast börn, sást á lóð Berkeleyháskóla með börnunum sem Dugard ól hönum. Hann var boðaður til yfirheyrslu hjá skilorðseftirlitsmanni sínum. Þangað mætti hann með Dugard og börn þeirra og greindi frá því hver barnsmóðirin væri.

Í símaviðtali við bandaríska útvarpsstöð úr fangelsi segist Garriado ekki hafa rænt Dugard og að börnin sem hún hafi alið honum hafi breytt lífi hans til hins betra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×