Erlent

Brautarstöð helst til stalínísk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Neðanjarðarlestir Moskvu eru þekktar fyrir listræna hönnun.
Neðanjarðarlestir Moskvu eru þekktar fyrir listræna hönnun.

Borgaryfirvöld í Moskvu liggja undir ámæli vegna nýrra innréttinga í einni af járnbrautarstöðvum borgarinnar en þær þykja í helst til stalínískum anda. Er þar til að mynda vísað í eldri útgáfu sovéska þjóðsöngsins þar sem textinn segir að Stalín hafi alið Sovétmenn upp til að vera þjóð sinni hollir. Sergei Mitrokhin, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Yabloko, skorar á forseta landsins að breyta skreytingum í járnbrautarstöðinni á nýjan leik enda geri nýju skreytingarnar lítið úr minningu margra milljóna fórnarlamba Sovétleiðtogans gamla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×