Erlent

Jaycee gefur foreldrum Madeleine vonina á ný

Madeilene Mcann.
Madeilene Mcann.
Foreldrar Madeleine Mcann hafa öðlast von um að finna dóttur sína á ný eftir að Jaycee Lee Dugard fannst átján árum eftir að henni hafði verið rænt. Jaycee gaf sig nýlega fram til lögreglunnar og sagðist vera fórnalamb ráns sem átti sér stað fyrir hartnær tuttugu árum.

Foreldrar Madeleine, sem var rænt í maí árið 2007 í Portúgal, sögðu í viðtali við The Daily Telegraph að saga Jaycee sýndi fram á að það væri alltaf von.

„Enn og einu sinni ser það sannað að börn geta horfið og svo skilað sér aftur mörgum árum síðar á lífi," sögðu hjónin Kate og Gery Mcann og bættu svo við að saga Jaycee sannaði að það mætti aldrei gefast upp á leitinni að ástvinum sínum.

Hjónin hafa eytt milljónum punda í leit að dóttur sinni og hafa aldrei gefið upp vonina. Þau voru á tímabili grunuð um að hafa átt einhvern þátt í málinu sjálf sem reyndist rangt. Sjálf hafa þau átt ótrúlegt lífshlaup eftir að dóttir þeirra hvarf en á tímabili var talið að Madeleine væri í Marokkó þaðan sem hún var seld mansali.

Þeir svartsýnustu telja hana látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×