Fleiri fréttir Fékk leigumorðingja til að myrða yfirmann sinn Maður er í haldi lögreglu á Spáni, grunaður um að hafa fengið leigumorðingja til að myrða yfirmann sinn. 1.7.2009 07:18 Umhverfisvæn Hróarskelda Umhverfisvernd verður eins konar þema tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu í Danmörku í ár og grænn litur mjög áberandi í öllum skreytingum á hátíðarsvæðinu. 1.7.2009 07:13 Stanford í haldi fram að réttarhöldum Fjárfestirinn Allen Stanford, sem grunaður er um milljarða dollara fjársvik, verður í haldi þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 1.7.2009 07:11 Al Franken hafði sigur að lokum Demókratinn og fyrrum skemmtikrafturinn Al Franken fór með sigur í kosningum um öldungadeildarþingsæti fyrir Minnesota. Hæstiréttur ríkisins felldi þennan dóm í gær eftir að atkvæði höfðu verið talin á nýjan leik að ósk Frankens. 1.7.2009 07:10 Varað við svína-flensupartíum Læknar í Bretlandi hafa varað almenning í landinu við því að halda svokölluð svína-flensupartí. 1.7.2009 03:15 Mun snúa aftur til Hondúras Forseti Hondúras, Manuel Zelaya, ætlar að snúa aftur úr útlegð á morgun og endurheimta völd í landinu. Her landsins framdi valdarán á sunnudag eftir að hæstiréttur hafði fyrirskipað það. Zelaya var þá sendur í útlegð, en hefur síðan fundað með leiðtogum annarra ríkja í Rómönsku Ameríku og Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur hlotið mikinn stuðning þjóðarleiðtoga, allt frá Barack Obama Bandaríkjaforseta til Hugo Chavez, forseta Venesúela. Aðalritari Sambands Ameríkjuríkja, Jose Miguel Insulza, ætlar að fylgja Zelaya aftur til Hondúras. 1.7.2009 02:15 Sjö særðir eftir skotárás í Detroit Sjö manns, þar af allavega fimm menntaskólanemar, voru skotnir í dag á biðstöð strætisvagna í Detroit. Tvö fórnarlambana eru í lífshættu en hinir mikið slasaðir. 30.6.2009 21:39 Innbrotsþjófur lúbarinn af gamalmenni Innbrotsþjófur sem braust inn til 72 ára manns í Botley í Oxford síðasta sumar hefur eflaust ekki átt von á mikilli mótspyrnu frá húsráðendum áður en hann lét til skarar skríða. Það sem hann vissi hinsvegar ekki var að húsráðandi var fyrrum boxar. 30.6.2009 20:39 Barn fannst á lífi eftir flugslys Björgunarmenn hafa fundið eitt barn á lífi eftir að frönsk flugvél brotlenti í Indlandshafi. Björgunarmenn hafa fundið einnig fundið nokkur lík farþega. 30.6.2009 10:27 Brasilíski herinn leitar ekki að fleiri líkum Brasilíski herinn hefur hætt leit að líkum farþega Air France-flugslyssins 1. júní og segir nánast útilokað að finna fleiri lík úr þessu. 30.6.2009 09:04 Brack Obama og Susan Boil vinsælar villur Susan Boil, Rod Steward og paperview boxing eru í hópi algengustu misritana sem notendur leitarvélarinnar Yahoo! gera sig seka um þegar þeir leita sér upplýsinga um hugðarefni sín. 30.6.2009 08:34 Fyrstu líkin fundin eftir Yemenia-slysið Fyrstu lík þeirra sem fórust með Airbus-þotu jemenska flugfélagsins Yemenia, þegar hún hrapaði í Indlandshaf í nótt, eru fundin. 30.6.2009 08:10 Myrti forseti Írans Michael Jackson? Ótal samsæriskenningar um dauða Michaels Jackson fara nú sem eldur í sinu um netheima og virðast engin takmörk, eða að minnsta kosti lítil, fyrir því hvað fólki dettur í hug að hafi orðið poppgoðinu að aldurtila eða með hvaða hætti andlátið hafi borið að og hvers vegna. 30.6.2009 07:20 Ekki heitara í Bretlandi í þrjú ár Mesti hiti í þrjú ár mældist í Bretlandi í gær, 30,4 gráður í St James Park í London en Bretar hafa notið töluverðrar veðurblíðu undanfarna daga. 30.6.2009 07:17 Íraskar sveitir taka við af bandarískum Bandarískum hermönnum í Írak mun fækka ört næstu mánuði og munu íraskar öryggissveitir taka við hlutverki þeirra. 30.6.2009 07:15 Mannskætt lestarslys á Ítalíu Tíu manns eru látnir og tugir slasaðir eftir að lest fór út af sporinu í bænum Viareggio á Norður-Ítalíu í nótt og gastankar, sem hún flutti, sprungu. 30.6.2009 07:11 Flugslys í Indlandshafi: Óttast um 154 um borð Farþegaþota jemenska flugfélagsins Yemenia af gerðinni Airbus A310 hrapaði í Indlandshaf í nótt með 154 innanborðs, 143 farþega og ellefu manna áhöfn. Þotan var á leið frá Sanaa, höfuðborg Jemen, til borgarinnar Moroni á Comoro-eyjum sem eru í Indlandshafi undan austurströnd Afríku en flestir farþeganna eru frá eyjunum. 30.6.2009 06:52 Maddoff í 150 ára fangelsi Fjársvikarinn Bernie Maddoff hefur verið dæmdur í 150 ára fangelsi eftir að hafa svikið 65 milljarða dollara út úr viðskiptavinum sínum. Fórnalömb Maddofs klöppuðu þegar dómurinn féll. 29.6.2009 15:45 Endurtalning í Íran Hafin er endurtalning á atkvæðum forsetakosninganna í Íran í 22 hverfum í höfuðborginni Teheran og nokkrum héruðum að auki. 29.6.2009 09:03 Um 13.000 uppsagnir fram undan Gert er ráð fyrir því að allt að 13.000 manns verði sagt upp störfum í breska fjármálageiranum á þriðja ársfjórðungnum. 29.6.2009 08:17 Hátíðnihljóð nægja ekki til að fæla ungmenni frá Skemmdarverk voru unnin á salerni í almenningsgarði í Tókýó um helgina og virðist þar með sem tilraun til að fæla unglinga frá garðinum að næturlagi með því að senda út óþægilegt hátíðnihljóð, sem aðeins fólk innan við tvítugt nemur, hafi ekki haft tilætluð áhrif. 29.6.2009 08:16 Tunglfararinnar minnst Fjarskiptaáhugamenn fagna nú 40 ára afmæli tunglferðar NASA með allsérstæðum hætti. 29.6.2009 07:22 Skotið á bíl í Óðinsvéum Átta skotum var skotið að bíl í Óðinsvéum í Danmörku síðdegis í gær. Tveir innflytjendur voru í bílnum og sakaði þá ekki sem þótti mesta mildi. 29.6.2009 07:19 Tólf pakistanskir hermenn féllu Uppreisnarmenn úr röðum talibana sátu fyrir bílalest pakistanska hersins og drápu tólf pakistanska hermenn nærri landamærunum að Afganistan í gær. 29.6.2009 07:13 Fimm látnir eftir slys í jarðgöngum Fimm eru látnir eftir að tveir bílar skullu saman í jarðgöngum nálægt Álasundi í Noregi í gærkvöldi. 29.6.2009 07:09 Madoff dæmdur í dag Svikahrappurinn Bernard Madoff verður færður fyrir dómara í dag og honum kynnt hvaða refsingu hann muni hljóta. Madoff rak umfangsmikla fjársvikamillu og beitti svokölluðu Ponzi-svindli til að ná fé út úr viðskiptavinum sínum en það felst í því að greiða fjárfestum arð með fé sem aðrir fjárfestar höfðu lagt til fyrirtækis hans. 29.6.2009 07:07 Járnfrúin útskrifuð Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, verður að öllum líkindum útskrifuð af sjúkrahúsi á morgun en þar hefur hún verið undir eftirlit eftir að hún féll á heimili sínu og handleggsbrotnaði fyrir rúmum þremur vikum. 28.6.2009 22:15 Miliband æfur og hótar Írönum refsiaðgerðum David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, er sagður æfur út í ráðamenn í Íran eftir að níu starfsmenn breska sendiráðsins í höfuðborginni Teheran voru handteknir í morgun. Hann hefur hótað Írönum refsiaðgerðum. 28.6.2009 20:45 Fyrsta dauðsfallið í Brasilíu vegna svínaflensunnar Fyrsta dauðsfallið vegna svínaflensunnar í Brasilíu hefur verið staðfest en karlmaður á sextugsaldri lést vegna flensunnar í dag. Hann greindist með fyrstu einkenni um miðjan júní eftir að hafa heimsótt Argentínu. Í framhaldinu var hann lagður inn á sjúkrahús. 28.6.2009 23:15 Obama hvetur fólk til að fara í alnæmispróf Birtar hafa verið myndir af því þegar Barack Obama forseti Bandríkjanna og kona hans Michelle gengust undir alnæmispróf. Það er kannski rétt að taka strax fram að myndirnar eru þriggja ára gamlar og að prófið var aðeins táknrænt. 28.6.2009 19:15 Fjölskylda Michaels óánægð með rannsóknina Fjölskylda Michaels Jackson er sáróánægð með rannsóknina á dauða hans. Fjölskyldan vill hefja nýja rannsókn upp á eigin spýtur. 28.6.2009 18:46 Minnast fyrstu sprungunnar í Berlínarmúrnum Hinn 27. júní árið 1989 tóku þáverandi utanríkisráðherra Ungverjalands og þáverandi utanríkisráðhera Austurríkis sig saman og klipptu á gaddavírsgirðingu sem aðskildi lönd þeirra. 28.6.2009 17:49 Fyrrum forseti Írans vill ógilda úrslit kosninganna Fyrrum forseti Írans kallar eftir ítarlegri rannsókn við framkvæmd forsetakosninganna í landinu 12. júní. Hann telur brýnt að allar athugasemdir verði teknar til skoðunar en hann vill ógilda úrslit kosninganna. 28.6.2009 16:04 Óskar eftir pólitísku hæli á Kosta Ríka Herinn í Mið-Ameríkuríkinu Honduras hefur gert uppreisn og flogið með forseta landsins í útlegð til Kosta Ríka þar sem hann hefur óskað eftir pólitíska hæli. 28.6.2009 15:49 Forseti Hondúras handsamaður Hermenn í Hondúras handsömuðu Manuel Zelaya forseta landsins í dag og fluttu hann á brott úr forsetahöllinni. Forsetinn sem er góður vinur Hugo Chavez, forseta Venúsúela, vill breyta stjórnarskrá landsins svo hann geti boðið sig fram til endurkjörs á næsta ári. Hann rak í síðustu viku yfirmann herráðsins sem vildi ekki aðstoða við breytingarnar og eru atburðirnir í dag taldir tengjast því. 28.6.2009 14:02 Heimili Jacksons tæmt Jósef Jackson er sagður hafa áhyggjur af því að hlutum yrði stolið af heimili sonarins og því ákveðið að tæma það af verðmætum. 28.6.2009 11:45 Leyfi hermanna í Írak afturkölluð Um eitthundrað og þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru enn í Írak. Brottflutningur þeirra er hinsvegar í undirbúningi en honum á að ljúka tvöþúsund og ellefu. 28.6.2009 11:42 Telja svani drottningar Hina árlegu svanatalningu á Temsá má rekja allt aftur á tólftu öld. Það er aldagömul hefð í Bretlandi að þjóðhöfðinginn á alla ómerkta svani á ám og vötnum landsins. 28.6.2009 11:39 Jackson krufinn aftur Fjölskylda Michael Jacksons hefur fengið lík hans afhent og ætlar að láta gera sína eigin krufningu. Fyrstu niðurstöður opinberrar krufningar leiddu banamein hans ekki í ljós. 28.6.2009 10:01 Suður-Kórea fær loftvarnaeldflaugar Suður-Kórea fær í þessum mánuði fjörutíu loftvarnaeldflaugar frá Bandaríkjunum. Eldflaugarnar verða settar um borð í tundurspilla flotans. 28.6.2009 09:58 Fjögur prósent dauðsfalla má rekja til áfengis Rekja má 4% dauðsfalla í heiminum til áfengisdrykkju, fullyrða kanadískir sérfræðingar við háskólann í Toronto. Þeir segja áfengi hafa skaðlegri áhrif á efnaminni fólk heldur en þá efnameiri. Samkvæmt úttekt þeirra drekka Evrópubúar langmest af áfengum drykkjum samanborið við aðra jarðarbúa. 28.6.2009 07:45 Herinn í Zimbabwe hefur yfirtekið demantanámur Mannréttindasamtök segja að herinn í Zimbabwe hafi yfirtekið demantanámur í austurhluta landsins. Þar sé fólk strádrepið og börn neydd til þess að grafa eftir demöntum. 28.6.2009 06:30 Fyrrum leiðtogi Kosovo laus úr haldi Dómstólar í Búlgaríu hafa leyst Agim Ceku, fyrrum forsætisráðherra Kosovo úr haldi. Hann var handtekinn á landamærum Búlgaríu og Makedóníu fyrr í vikunni. 27.6.2009 23:15 Obama þrýstir á öldungadeildina Barack Obama, Bandaríkjaforseti, þrýsti nú á öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykja loftslagsfrumvarp sem ætlað er að draga úr loftmengun. Fulltrúadeild þingsins samþykkti frumvarpið í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrðir að um tímamóta samþykkt hafi verið ræða. 27.6.2009 22:00 Brutust inn í sendiráð Írana í Svíþjóð Reiðir mótmælendur brutu sér leið inn í íranska sendiráðið í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þeir voru að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Íran. 27.6.2009 19:57 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk leigumorðingja til að myrða yfirmann sinn Maður er í haldi lögreglu á Spáni, grunaður um að hafa fengið leigumorðingja til að myrða yfirmann sinn. 1.7.2009 07:18
Umhverfisvæn Hróarskelda Umhverfisvernd verður eins konar þema tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu í Danmörku í ár og grænn litur mjög áberandi í öllum skreytingum á hátíðarsvæðinu. 1.7.2009 07:13
Stanford í haldi fram að réttarhöldum Fjárfestirinn Allen Stanford, sem grunaður er um milljarða dollara fjársvik, verður í haldi þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 1.7.2009 07:11
Al Franken hafði sigur að lokum Demókratinn og fyrrum skemmtikrafturinn Al Franken fór með sigur í kosningum um öldungadeildarþingsæti fyrir Minnesota. Hæstiréttur ríkisins felldi þennan dóm í gær eftir að atkvæði höfðu verið talin á nýjan leik að ósk Frankens. 1.7.2009 07:10
Varað við svína-flensupartíum Læknar í Bretlandi hafa varað almenning í landinu við því að halda svokölluð svína-flensupartí. 1.7.2009 03:15
Mun snúa aftur til Hondúras Forseti Hondúras, Manuel Zelaya, ætlar að snúa aftur úr útlegð á morgun og endurheimta völd í landinu. Her landsins framdi valdarán á sunnudag eftir að hæstiréttur hafði fyrirskipað það. Zelaya var þá sendur í útlegð, en hefur síðan fundað með leiðtogum annarra ríkja í Rómönsku Ameríku og Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur hlotið mikinn stuðning þjóðarleiðtoga, allt frá Barack Obama Bandaríkjaforseta til Hugo Chavez, forseta Venesúela. Aðalritari Sambands Ameríkjuríkja, Jose Miguel Insulza, ætlar að fylgja Zelaya aftur til Hondúras. 1.7.2009 02:15
Sjö særðir eftir skotárás í Detroit Sjö manns, þar af allavega fimm menntaskólanemar, voru skotnir í dag á biðstöð strætisvagna í Detroit. Tvö fórnarlambana eru í lífshættu en hinir mikið slasaðir. 30.6.2009 21:39
Innbrotsþjófur lúbarinn af gamalmenni Innbrotsþjófur sem braust inn til 72 ára manns í Botley í Oxford síðasta sumar hefur eflaust ekki átt von á mikilli mótspyrnu frá húsráðendum áður en hann lét til skarar skríða. Það sem hann vissi hinsvegar ekki var að húsráðandi var fyrrum boxar. 30.6.2009 20:39
Barn fannst á lífi eftir flugslys Björgunarmenn hafa fundið eitt barn á lífi eftir að frönsk flugvél brotlenti í Indlandshafi. Björgunarmenn hafa fundið einnig fundið nokkur lík farþega. 30.6.2009 10:27
Brasilíski herinn leitar ekki að fleiri líkum Brasilíski herinn hefur hætt leit að líkum farþega Air France-flugslyssins 1. júní og segir nánast útilokað að finna fleiri lík úr þessu. 30.6.2009 09:04
Brack Obama og Susan Boil vinsælar villur Susan Boil, Rod Steward og paperview boxing eru í hópi algengustu misritana sem notendur leitarvélarinnar Yahoo! gera sig seka um þegar þeir leita sér upplýsinga um hugðarefni sín. 30.6.2009 08:34
Fyrstu líkin fundin eftir Yemenia-slysið Fyrstu lík þeirra sem fórust með Airbus-þotu jemenska flugfélagsins Yemenia, þegar hún hrapaði í Indlandshaf í nótt, eru fundin. 30.6.2009 08:10
Myrti forseti Írans Michael Jackson? Ótal samsæriskenningar um dauða Michaels Jackson fara nú sem eldur í sinu um netheima og virðast engin takmörk, eða að minnsta kosti lítil, fyrir því hvað fólki dettur í hug að hafi orðið poppgoðinu að aldurtila eða með hvaða hætti andlátið hafi borið að og hvers vegna. 30.6.2009 07:20
Ekki heitara í Bretlandi í þrjú ár Mesti hiti í þrjú ár mældist í Bretlandi í gær, 30,4 gráður í St James Park í London en Bretar hafa notið töluverðrar veðurblíðu undanfarna daga. 30.6.2009 07:17
Íraskar sveitir taka við af bandarískum Bandarískum hermönnum í Írak mun fækka ört næstu mánuði og munu íraskar öryggissveitir taka við hlutverki þeirra. 30.6.2009 07:15
Mannskætt lestarslys á Ítalíu Tíu manns eru látnir og tugir slasaðir eftir að lest fór út af sporinu í bænum Viareggio á Norður-Ítalíu í nótt og gastankar, sem hún flutti, sprungu. 30.6.2009 07:11
Flugslys í Indlandshafi: Óttast um 154 um borð Farþegaþota jemenska flugfélagsins Yemenia af gerðinni Airbus A310 hrapaði í Indlandshaf í nótt með 154 innanborðs, 143 farþega og ellefu manna áhöfn. Þotan var á leið frá Sanaa, höfuðborg Jemen, til borgarinnar Moroni á Comoro-eyjum sem eru í Indlandshafi undan austurströnd Afríku en flestir farþeganna eru frá eyjunum. 30.6.2009 06:52
Maddoff í 150 ára fangelsi Fjársvikarinn Bernie Maddoff hefur verið dæmdur í 150 ára fangelsi eftir að hafa svikið 65 milljarða dollara út úr viðskiptavinum sínum. Fórnalömb Maddofs klöppuðu þegar dómurinn féll. 29.6.2009 15:45
Endurtalning í Íran Hafin er endurtalning á atkvæðum forsetakosninganna í Íran í 22 hverfum í höfuðborginni Teheran og nokkrum héruðum að auki. 29.6.2009 09:03
Um 13.000 uppsagnir fram undan Gert er ráð fyrir því að allt að 13.000 manns verði sagt upp störfum í breska fjármálageiranum á þriðja ársfjórðungnum. 29.6.2009 08:17
Hátíðnihljóð nægja ekki til að fæla ungmenni frá Skemmdarverk voru unnin á salerni í almenningsgarði í Tókýó um helgina og virðist þar með sem tilraun til að fæla unglinga frá garðinum að næturlagi með því að senda út óþægilegt hátíðnihljóð, sem aðeins fólk innan við tvítugt nemur, hafi ekki haft tilætluð áhrif. 29.6.2009 08:16
Tunglfararinnar minnst Fjarskiptaáhugamenn fagna nú 40 ára afmæli tunglferðar NASA með allsérstæðum hætti. 29.6.2009 07:22
Skotið á bíl í Óðinsvéum Átta skotum var skotið að bíl í Óðinsvéum í Danmörku síðdegis í gær. Tveir innflytjendur voru í bílnum og sakaði þá ekki sem þótti mesta mildi. 29.6.2009 07:19
Tólf pakistanskir hermenn féllu Uppreisnarmenn úr röðum talibana sátu fyrir bílalest pakistanska hersins og drápu tólf pakistanska hermenn nærri landamærunum að Afganistan í gær. 29.6.2009 07:13
Fimm látnir eftir slys í jarðgöngum Fimm eru látnir eftir að tveir bílar skullu saman í jarðgöngum nálægt Álasundi í Noregi í gærkvöldi. 29.6.2009 07:09
Madoff dæmdur í dag Svikahrappurinn Bernard Madoff verður færður fyrir dómara í dag og honum kynnt hvaða refsingu hann muni hljóta. Madoff rak umfangsmikla fjársvikamillu og beitti svokölluðu Ponzi-svindli til að ná fé út úr viðskiptavinum sínum en það felst í því að greiða fjárfestum arð með fé sem aðrir fjárfestar höfðu lagt til fyrirtækis hans. 29.6.2009 07:07
Járnfrúin útskrifuð Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, verður að öllum líkindum útskrifuð af sjúkrahúsi á morgun en þar hefur hún verið undir eftirlit eftir að hún féll á heimili sínu og handleggsbrotnaði fyrir rúmum þremur vikum. 28.6.2009 22:15
Miliband æfur og hótar Írönum refsiaðgerðum David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, er sagður æfur út í ráðamenn í Íran eftir að níu starfsmenn breska sendiráðsins í höfuðborginni Teheran voru handteknir í morgun. Hann hefur hótað Írönum refsiaðgerðum. 28.6.2009 20:45
Fyrsta dauðsfallið í Brasilíu vegna svínaflensunnar Fyrsta dauðsfallið vegna svínaflensunnar í Brasilíu hefur verið staðfest en karlmaður á sextugsaldri lést vegna flensunnar í dag. Hann greindist með fyrstu einkenni um miðjan júní eftir að hafa heimsótt Argentínu. Í framhaldinu var hann lagður inn á sjúkrahús. 28.6.2009 23:15
Obama hvetur fólk til að fara í alnæmispróf Birtar hafa verið myndir af því þegar Barack Obama forseti Bandríkjanna og kona hans Michelle gengust undir alnæmispróf. Það er kannski rétt að taka strax fram að myndirnar eru þriggja ára gamlar og að prófið var aðeins táknrænt. 28.6.2009 19:15
Fjölskylda Michaels óánægð með rannsóknina Fjölskylda Michaels Jackson er sáróánægð með rannsóknina á dauða hans. Fjölskyldan vill hefja nýja rannsókn upp á eigin spýtur. 28.6.2009 18:46
Minnast fyrstu sprungunnar í Berlínarmúrnum Hinn 27. júní árið 1989 tóku þáverandi utanríkisráðherra Ungverjalands og þáverandi utanríkisráðhera Austurríkis sig saman og klipptu á gaddavírsgirðingu sem aðskildi lönd þeirra. 28.6.2009 17:49
Fyrrum forseti Írans vill ógilda úrslit kosninganna Fyrrum forseti Írans kallar eftir ítarlegri rannsókn við framkvæmd forsetakosninganna í landinu 12. júní. Hann telur brýnt að allar athugasemdir verði teknar til skoðunar en hann vill ógilda úrslit kosninganna. 28.6.2009 16:04
Óskar eftir pólitísku hæli á Kosta Ríka Herinn í Mið-Ameríkuríkinu Honduras hefur gert uppreisn og flogið með forseta landsins í útlegð til Kosta Ríka þar sem hann hefur óskað eftir pólitíska hæli. 28.6.2009 15:49
Forseti Hondúras handsamaður Hermenn í Hondúras handsömuðu Manuel Zelaya forseta landsins í dag og fluttu hann á brott úr forsetahöllinni. Forsetinn sem er góður vinur Hugo Chavez, forseta Venúsúela, vill breyta stjórnarskrá landsins svo hann geti boðið sig fram til endurkjörs á næsta ári. Hann rak í síðustu viku yfirmann herráðsins sem vildi ekki aðstoða við breytingarnar og eru atburðirnir í dag taldir tengjast því. 28.6.2009 14:02
Heimili Jacksons tæmt Jósef Jackson er sagður hafa áhyggjur af því að hlutum yrði stolið af heimili sonarins og því ákveðið að tæma það af verðmætum. 28.6.2009 11:45
Leyfi hermanna í Írak afturkölluð Um eitthundrað og þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru enn í Írak. Brottflutningur þeirra er hinsvegar í undirbúningi en honum á að ljúka tvöþúsund og ellefu. 28.6.2009 11:42
Telja svani drottningar Hina árlegu svanatalningu á Temsá má rekja allt aftur á tólftu öld. Það er aldagömul hefð í Bretlandi að þjóðhöfðinginn á alla ómerkta svani á ám og vötnum landsins. 28.6.2009 11:39
Jackson krufinn aftur Fjölskylda Michael Jacksons hefur fengið lík hans afhent og ætlar að láta gera sína eigin krufningu. Fyrstu niðurstöður opinberrar krufningar leiddu banamein hans ekki í ljós. 28.6.2009 10:01
Suður-Kórea fær loftvarnaeldflaugar Suður-Kórea fær í þessum mánuði fjörutíu loftvarnaeldflaugar frá Bandaríkjunum. Eldflaugarnar verða settar um borð í tundurspilla flotans. 28.6.2009 09:58
Fjögur prósent dauðsfalla má rekja til áfengis Rekja má 4% dauðsfalla í heiminum til áfengisdrykkju, fullyrða kanadískir sérfræðingar við háskólann í Toronto. Þeir segja áfengi hafa skaðlegri áhrif á efnaminni fólk heldur en þá efnameiri. Samkvæmt úttekt þeirra drekka Evrópubúar langmest af áfengum drykkjum samanborið við aðra jarðarbúa. 28.6.2009 07:45
Herinn í Zimbabwe hefur yfirtekið demantanámur Mannréttindasamtök segja að herinn í Zimbabwe hafi yfirtekið demantanámur í austurhluta landsins. Þar sé fólk strádrepið og börn neydd til þess að grafa eftir demöntum. 28.6.2009 06:30
Fyrrum leiðtogi Kosovo laus úr haldi Dómstólar í Búlgaríu hafa leyst Agim Ceku, fyrrum forsætisráðherra Kosovo úr haldi. Hann var handtekinn á landamærum Búlgaríu og Makedóníu fyrr í vikunni. 27.6.2009 23:15
Obama þrýstir á öldungadeildina Barack Obama, Bandaríkjaforseti, þrýsti nú á öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykja loftslagsfrumvarp sem ætlað er að draga úr loftmengun. Fulltrúadeild þingsins samþykkti frumvarpið í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrðir að um tímamóta samþykkt hafi verið ræða. 27.6.2009 22:00
Brutust inn í sendiráð Írana í Svíþjóð Reiðir mótmælendur brutu sér leið inn í íranska sendiráðið í Stokkhólmi í gærkvöldi. Þeir voru að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Íran. 27.6.2009 19:57