Erlent

Obama hvetur fólk til að fara í alnæmispróf

Birtar hafa verið myndir af því þegar Barack Obama forseti Bandríkjanna og kona hans Michelle gengust undir alnæmispróf. Það er kannski rétt að taka strax fram að myndirnar eru þriggja ára gamlar og að prófið var aðeins táknrænt.

Þetta var gert þegar Obama var óbreyttur öldungadeildarþingmaður og þau hjónin voru í heimsókn í Kenya þar sem margir ættingjar hans búa.

Alnæmi er landlægur sjúkdómur í Kenya og Obama gekk í lið með heilbrigðisyfirvöldum til að hvetja fólk til þess að fara í alnæmispróf.

Myndirnar voru birtar í dag í tilefni af því að nú er fjórtándi allsherjar eyðniprófunardagurinn í Bandaríkjunum.

Heilbrigðisyfirvöld segja að einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum sem eru smitaðir af alnæmi viti ekki af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×