Erlent

Barn fannst á lífi eftir flugslys

Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Björgunarmenn hafa fundið eitt barn á lífi eftir að frönsk flugvél brotlenti í Indlandshafi. Björgunarmenn hafa fundið einnig fundið nokkur lík farþega.

Farþegaþota tilheyrir jemenska flugfélaginu Yemenia og er af gerðinni Airbus A310. Hún hrapaði í Indlandshaf í nótt með 154 innanborðs, 143 farþega og ellefu manna áhöfn.

Þotan var á leið frá Sanaa, höfuðborg Jemen, til borgarinnar Moroni á Comoro-eyjum sem eru í Indlandshafi undan austurströnd Afríku en flestir farþeganna eru frá eyjunum.

Dominique Bussereau, ráðherra samgöngumála í Frakklandi segir að vélar flugfélagsins hafi verið á gátlista yfirvalda og með þeim hafi verið fylgst. Bilun kom upp í sömu vél fyrir um tveimur árum síðan.

Flugfélagið var hinsvegar ekki á svörtum lista.

Líkleg ástæða slyssins er talið vera veðrið sem var slæmt á þessum slóðum þegar vélin hrapaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×