Erlent

Skotið á bíl í Óðinsvéum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Átta skotum var skotið að bíl í Óðinsvéum í Danmörku síðdegis í gær. Tveir innflytjendur voru í bílnum og sakaði þá ekki sem þótti mesta mildi. Mennirnir óku rakleiðis á næstu lögreglustöð og létu vita af skotárásinni. Lögregla hóf þegar leit að árásarmönnunum sem voru tveir en sú leit hafði ekki enn borið árangur þegar síðast fréttist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×