Erlent

Telja svani drottningar

Óli Tynes skrifar
"Þarna eru tveir."
"Þarna eru tveir."

Hina árlegu svanatalningu á Temsá má rekja allt aftur á tólftu öld. Það er aldagömul hefð í Bretlandi að þjóðhöfðinginn á alla ómerkta svani á ám og vötnum landsins.

Í dag lætur Elísabet drottning þó aðeins telja svanina á Temsá. Talningin felst í því að svanateljari hennar hátignar rær ásamt svanaverði hennar róa upp ána í fimm daga og þeir telja alla svani sem á vegi þeirra verða.

Í ár munu þeir sérstaklega gæta að tjóni sem orðið hefur á stofninum vegna árása hunda og vegna veiðarfæra sem stangveiðimenn skilja eftir sig.

Þegar svanirnir voru settir undir krúnuna á sínum tíma var það ekki hinn fagri söngur þeirra sem heillaði þjóðhöfðingjann.

Þeir bara þóttu svo fjandi góðir á bragðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×