Innlent

Í­þrótta­fé­lag kært fyrir að bjóða upp á á­fengi utan­dyra

Agnar Már Másson skrifar
Málið kom upp í Reykjavík.
Málið kom upp í Reykjavík. Getty

Lögregla kærði í gær íþróttafélag í Reykjavík fyrir að veita áfengi utandyra á íþróttakappleik.

Kemur þetta fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá málum lögreglu milli 17 og 5. 

Málið heyrir undir lögreglustöðina á Hverfisgötu sem sinnir verkefnum í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal og Háaleiti en einnig á Seltjarnarnesi.

Mikið hefur verið fjallað um bjórsölu íþróttafélaga í sumar en sum íþróttafélög hafa selt áfengi án þess að hafa viðeigandi leyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×