Erlent

Fyrrum leiðtogi Kosovo laus úr haldi

Agim Ceku, fyrrum forsætisráðherra Kosovo.
Agim Ceku, fyrrum forsætisráðherra Kosovo. Mynd/AP
Dómstólar í Búlgaríu hafa leyst Agim Ceku, fyrrum forsætisráðherra Kosovo úr haldi. Hann var handtekinn á landamærum Búlgaríu og Makedóníu fyrr í vikunni.

Serbar saka hann um stríðsglæpi á árunum 1998 til 1999 og vilja fá hann framseldan. Á tímabilinu var Ceko leiðtogi í Frelsishers Kosovo sem barðist hatramlega við Serba.

Snezana Malovic, dómsmálaráðherra Serbíu, fordæmdi ákvörðunina og sagði að réttlætið hefði ekki náð fram að ganga.

Serbía og Rússland eru í hópi 100 ríkja sem ekki hafa viðurkennt sjálfstæðis Kosovo eftir að ríkið lýsti yfir sjálfstæði í febrúar fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×