„Það bjó enginn í húsinu“ Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 16:37 Mikill eldur kom upp í hesthúsi. Sveinn Heiðar Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. „Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu. Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu.
Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01
Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12
„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17