Erlent

Brasilíski herinn leitar ekki að fleiri líkum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Einn leitarmanna stendur á braki úr þotunni. Myndin var tekin fyrir tíu dögum.
Einn leitarmanna stendur á braki úr þotunni. Myndin var tekin fyrir tíu dögum. MYND/Brasilíski flugherinn

Brasilíski herinn hefur hætt leit að líkum farþega Air France-flugslyssins 1. júní og segir nánast útilokað að finna fleiri lík úr þessu. Um borð í vélinni voru 228 manns og hefur 51 lík fundist. Þá hafa yfir 600 einstakir hlutar úr vélinni fundist fyrir utan farangur farþeganna. Enn stendur leit að flugritum vélarinnar yfir en finnist þeir ekki á allra næstu dögum tæmast rafhlöður þeirra að öllum líkindum og hætta að senda út hljóðmerki sem er eina vonin til að finna ritana. Talið er að meginhlutinn af flaki vélarinnar liggi á 4.500 metra dýpi á mjög mishæðóttum hafsbotni sem torveldar alla leit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×