Erlent

Al Franken hafði sigur að lokum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Al Franken.
Al Franken. MYND/CNN

Demókratinn og fyrrum skemmtikrafturinn Al Franken fór með sigur í kosningum um öldungadeildarþingsæti fyrir Minnesota. Hæstiréttur ríkisins felldi þennan dóm í gær eftir að atkvæði höfðu verið talin á nýjan leik að ósk Frankens. Það gerðist þó í janúar en keppinautur Frankens, repúblikaninn Norm Coleman, fór þá með málið fyrir dómstóla. Coleman óskaði Franken til hamingju með sigurinn í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær og sagði að hans biði besta starf sem hugsast gæti, að gæta hagsmuna Minnesota í öldungadeild Bandaríkjaþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×