Erlent

Brack Obama og Susan Boil vinsælar villur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mörgum hættir til að stytta sér leið í leitarvélum og rita „Brack“ fyrir Barack.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Mörgum hættir til að stytta sér leið í leitarvélum og rita „Brack“ fyrir Barack.

Susan Boil, Rod Steward og paperview boxing eru í hópi algengustu misritana sem notendur leitarvélarinnar Yahoo! gera sig seka um þegar þeir leita sér upplýsinga um hugðarefni sín. Réttur ritháttur er að sjálfsögðu Susan Boyle, Rod Stewart og pay per view boxing. Sem betur fer hafa flestar leitarvélar nútímans nú innbyggðan prófarkalesara sem spyr notandann hvort hann hafi nú ekki heldur átt við.... og birtir svo viðkomandi hugtak eða persónu með réttum hætti. Aðrar vinsælar villur eru Brack Obama, Brittany Spears og Mysapce og sennilega óþarft að láta rétta þýðingu fylgja þessum hugtökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×