Erlent

Ekki heitara í Bretlandi í þrjú ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bretar sleiktu sólina í gríð og erg í gær.
Bretar sleiktu sólina í gríð og erg í gær. MYND/Telegraph/EPA

Mesti hiti í þrjú ár mældist í Bretlandi í gær, 30,4 gráður í St James Park í London en Bretar hafa notið töluverðrar veðurblíðu undanfarna daga. Spár gera ráð fyrir enn meiri hita næstu daga og er gert ráð fyrir allt að 33 gráðum á morgun og fimmtudag. Vinnuveitendur óttast að þetta hafi í för með sér mikil uppgerðarveikindi þar sem fólk kjósi heldur að liggja í sólbaði en mæta til vinnu. Gert er ráð fyrir þrumuveðri í Bretlandi undir vikulokin svo sennilega verður allsherjarhitametið, 38,5 gráður frá því í ágúst 2003, ekki slegið að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×