Erlent

Endurtalning í Íran

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hafin er endurtalning á atkvæðum forsetakosninganna í Íran í 22 hverfum í höfuðborginni Teheran og nokkrum héruðum að auki. Þá hefur fimm starfsmönnum breska sendiráðsins í Teheran, sem handteknir voru í gærmorgun, verið sleppt úr haldi en þeir voru handteknir vegna gruns um að þeir hefðu tekið þátt í mótmælum vegna kosninganna. Ríkisstjórn Írans hefur sakað Bandaríkjamenn og Breta um að eiga nokkurn þátt í þeirri mótmælaöldu sem reis í landinu í kjölfar kosninganna og halda því fram að þessi ríki sjái sér hag í því að koma á óstöðugleika og óeirðum í Íran.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×