Erlent

Tólf pakistanskir hermenn féllu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skriðdreki ekur eftir götu í Pakistan.
Skriðdreki ekur eftir götu í Pakistan. MYND/AFP/Getty Images

Uppreisnarmenn úr röðum talibana sátu fyrir bílalest pakistanska hersins og drápu tólf pakistanska hermenn nærri landamærunum að Afganistan í gær. Hermennirnir voru að leita að talibanaleiðtoganum Baitullah Mehsud og hugðust gera árás á hann þegar atvikið átti sér stað. Auk þeirra tólf sem létust særðust 10 pakistanskir hermenn en þetta er mannskæðasta árás sem her Pakistans hefur sætt mánuðum saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×