Erlent

Sjö særðir eftir skotárás í Detroit

Lögreglan í Detroit leitar nú mannanna.
Lögreglan í Detroit leitar nú mannanna.
Sjö manns, þar af allavega fimm menntaskólanemar, voru skotnir í dag á biðstöð strætisvagna í Detroit. Tvö fórnarlambana eru í lífshættu en hinir mikið slasaðir.

Að sögn talsmanns lögreglunnar í Detroit óku tveir - jafnvel þrír - menn upp að biðstöðinni. Þeir stigu út úr bílnum vopnaðir byssum og spurðu um ákveðinn mann sem þeir nefndu á nafn. Því næst hófu þeir skothríðina að mannfjöldanum og hæfðu sjö áður en þeir stigu upp í bíl sinn og óku af stað.

Skotmennirnir voru báðir karlmenn en þeir huldu andlit sín með annað hvort grímum eða bolum.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×