Erlent

Hátíðnihljóð nægja ekki til að fæla ungmenni frá

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tókýó.
Tókýó.

Skemmdarverk voru unnin á salerni í almenningsgarði í Tókýó um helgina og virðist þar með sem tilraun til að fæla unglinga frá garðinum að næturlagi með því að senda út óþægilegt hátíðnihljóð, sem aðeins fólk innan við tvítugt nemur, hafi ekki haft tilætluð áhrif. Eftirlitsmaður uppgötvaði í gær að eitt af kvennasalernunum hafði verið mölbrotið auk þess sem sprungnir flugeldar fundust einnig á svæðinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýndu að nokkrir unglingspiltar höfðu farið um garðinn aðfaranótt gærdagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×