Erlent

Forseti Hondúras handsamaður

Manuel Zelaya, forseti Hondúras.
Manuel Zelaya, forseti Hondúras. Mynd/AP

Hermenn í Hondúras handsömuðu Manuel Zelaya forseta landsins í dag og fluttu hann á brott úr forsetahöllinni. Forsetinn sem er góður vinur Hugo Chavez, forseta Venúsúela, vill breyta stjórnarskrá landsins svo hann geti boðið sig fram til endurkjörs á næsta ári. Hann rak í síðustu viku yfirmann herráðsins sem vildi ekki aðstoða við breytingarnar og eru atburðirnir í dag taldir tengjast því.

Hæstiréttur landsins komst af þeirri niðurstöðu fyrir helgi að uppsögnin væri ólögmæt og að skipa ætti yfirmann herráðsins aftur í embætti.

Zelaya var kjörinn forseti árið 2006 til fjögurra ára en samkvæmt stjórnarskránni getur forseti ekki boðið sig fram á nýjan leik.

Talsverð spenna er í landinu og óttast að upp úr sjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×