Erlent

Stanford í haldi fram að réttarhöldum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Allen Stanford.
Allen Stanford.

Fjárfestirinn Allen Stanford, sem grunaður er um milljarða dollara fjársvik, verður í haldi þar til réttarhöld yfir honum hefjast. Alríkisdómari kvað upp þann úrskurð í gær og rökstuddi með því að töluverðar líkur væru á að Stanford reyndi að flýja land meðan réttarhaldanna væri beðið. Ákveðið hafði verið á lægra dómstigi að leyfa Stanford að ganga lausum gegn 500.000 dollara tryggingu en með úrskurði sínum í gær felldi alríkisdómarinn þá ákvörðun úr gildi. Lögmaður Stanfords segist munu áfrýja úrskurðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×