Erlent

Flugslys í Indlandshafi: Óttast um 154 um borð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Airbus A310.
Airbus A310. MYND/AP

Farþegaþota jemenska flugfélagsins Yemenia af gerðinni Airbus A310 hrapaði í Indlandshaf í nótt með 154 innanborðs, 143 farþega og ellefu manna áhöfn. Þotan var á leið frá Sanaa, höfuðborg Jemen, til borgarinnar Moroni á Comoro-eyjum sem eru í Indlandshafi undan austurströnd Afríku en flestir farþeganna eru frá eyjunum.

Ekkert er enn vitað um tildrög slyssins eða afdrif farþega og áhafnar en þetta er önnur Airbus-þotan sem ferst í þessum mánuði. Fyrsta júní hrapaði Airbus-vél Air France með 228 manns í Atlantshaf og fórust þeir allir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×