Erlent

Óskar eftir pólitísku hæli á Kosta Ríka

Manuel Zelaya, forseti Hondúras, hefur óskað eftir hæli í Kosta Ríka.
Manuel Zelaya, forseti Hondúras, hefur óskað eftir hæli í Kosta Ríka.

Herinn í Mið-Ameríkuríkinu Honduras hefur gert uppreisn og flogið með forseta landsins í útlegð til Kosta Ríka þar sem hann hefur óskað eftir pólitíska hæli.

Manuel Zelaya forseti var kjörinn í embætti  til fjögurra ára árið 2006. Hann vildi breyta stjórnarskránni til þess að hann gæti boðið sig fram aftur. Hæstiréttur landsins hafði úrskurðað að það væri ólöglegt.  Hæstiréttur segir í tilkynningu að hann hafi skipað hernum að steypa forsetanum af stóli.

Zelaya er sósíalisti og náinn vinur Hugo Chavez, forseta Venesúela. 

Tengdar fréttir

Forseti Hondúras handsamaður

Hermenn í Hondúras handsömuðu Manuel Zelaya forseta landsins í dag og fluttu hann á brott úr forsetahöllinni. Forsetinn sem er góður vinur Hugo Chavez, forseta Venúsúela, vill breyta stjórnarskrá landsins svo hann geti boðið sig fram til endurkjörs á næsta ári. Hann rak í síðustu viku yfirmann herráðsins sem vildi ekki aðstoða við breytingarnar og eru atburðirnir í dag taldir tengjast því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×