Erlent

Obama þrýstir á öldungadeildina

Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, þrýsti nú á öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykja loftslagsfrumvarp sem ætlað er að draga úr loftmengun. Fulltrúadeild þingsins samþykkti frumvarpið í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fullyrðir að um tímamóta samþykkt hafi verið ræða.  

„Við megum ekki óttast framtíðina og við megum ekki verða fangar fortíðarinnar,“ sagði forsetinn í vikulegu útvarpsávarpi sínu í dag þegar hann brýndi þingmenn öldungadeildarinnar til að samþykkja frumvarpið.

Geri öldungadeildin það þurfa fyrirtæki í orkufrekum iðnaði að draga úr útblæstri gróðurhúslofttegunda um 17% fyrir árið 2020.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×