Erlent

Varað við svína-flensupartíum

Læknar í Bretlandi hafa varað almenning í landinu við því að halda svokölluð svína-flensupartí.

Nokkuð er um að fólk vilji smitast af svínaflensu nú, meðan faraldurinn sé tiltölulega viðráðanlegur. Margir standa í þeirri trú að þá verði þeir ónæmir fyrir verri afbrigðum flensunnar sem kunni að breiðast út seinna meir.

Bretar hafa því haldið svína-flensupartí þar sem smituðum einstaklingum er boðið. Læknar segja mikla hættu felast í þessu því alltaf sé hætta á alvarlegum veikindum og jafnvel dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×