Erlent

Tunglfararinnar minnst

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjarskiptaáhugamenn fagna nú 40 ára afmæli tunglferðar NASA með allsérstæðum hætti.

Radíóamatör er langt frá því að vera góð íslenska en fram að þessu hefur ekki fundist nein haldbær þýðing yfir þessa stétt fólks sem hefur það að áhugamáli að hafa samskipti sín á milli um talstöðvar heimshorna á milli. Þessi hópur fagnar því nú að eftir um það bil þrjár vikur verða 40 ár síðan Neil Armstrong og félagar hans stigu fyrst fæti á tunglið.

Atburðarins er minnst með allsérstökum hætti. Talstöðvanotendurnir beina fjarskiptum sínum að tunglinu og láta þau endurvarpast frá því og þaðan hver til annars hér á jörðinni. Bylgjurnar eru tvær og hálfa sekúndu á leið til tunglsins og jafnlengi til baka og tekur það því um fimm sekúndur að senda boðin.

Ástæðan fyrir því að þessi sérstaka aðgerð fer fram núna en ekki í júlí þegar 40 ár nákvæmlega verða liðin frá tunglförinni er að afstaða tunglsins gagnvart jörðinni er sérstaklega heppileg um þessar mundir fyrir samskipti af þessu tagi. Nokkrar vísindastofnanir og háskólar hafa látið í té endurvarpsbúnað til að aðstoða við minningarathöfnina, til dæmis hefur Stanford-háskólinn í Bandaríkjunum lánað endurvarpsdisk, sem er 45 metrar í þvermál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×