Erlent

Járnfrúin útskrifuð

Margaret Thatcher var forsætisráðherra Bretlands fyrst kvenna. Mynd/AP
Margaret Thatcher var forsætisráðherra Bretlands fyrst kvenna. Mynd/AP Mynd/AP

Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, verður að öllum líkindum útskrifuð af sjúkrahúsi á morgun en þar hefur hún verið undir eftirlit eftir að hún féll á heimili sínu og handleggsbrotnaði fyrir rúmum þremur vikum.

Undanfarið hefur hún dvalið á Chelsea og Westminster spítalanum. Þar var pinni settur í upphandlegg hennar til að hjálpa beinunum að gróa saman.

Heilsu Thatchers, sem er 83 ára gömul, hefur á undanförnum árum hrakað og lýsti dóttur hennar móður sinni sem elliær í bók sem kom út á síðasta ári.

Thatcher var forsætisráðherra á árunum 1979 til 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×