Fleiri fréttir

Ál og kopar skotmörk innbrotsþjófa vegna hækkana

Bandaríkjamenn verða um þessar mundir í auknum mæli vitni að innbrotum sem beinast að óhefðbundnum verðmætum. Koparrör hitaveitulagna og hvers kyns hlutir úr áli eru nýjustu skrautfjaðrirnar í þýfisflórunni samhliða mikilli hækkun á verði þessara málma í Bandaríkjunum og víðar.

Norðmenn mega hefja hrefnuveiðar við Jan-Mayen

Í dag er heimilt að hefja hrefnuveiðar í Noregi og á Jan Mayensvæðinu. Leyft verður að veiða rúmlega 1.000 hrefnur á vertíðinni en litlar líkur eru taldar á að allur kvótinn náist í sumar.

Elsta gullhálsmen Suður-Ameríku fundið

Gullhálsmen sem fannst við vatnið Titicaca í suðurhluta Perú er hið elsta sem fundist hefur í Suður-Ameríku. Aldursgreining bendir til að hálsmenið sé um 4.000 ára gamalt.

Bush styður umsókn Úkraínu að Nato

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi að inngöngu Úkraínu í Nato. Forsetinn lýsti þessu yfir í heimsókn til höfuðborgarinnar Kiev. Úkraína hefði tekið djarfa ákvörðun að sækja um aðild og að Bandaríkin styddu landið heilshugar.

Westergaard teiknar skopmynd af Wilders

Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur teiknað skopmynd af hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders og segir hana stuðningsyfirlýsingu við málfrelsið.

Nunna stal frá biskupi til að stunda fjárhættuspil

Kaþólsk nunna í Omaha í Bandaríkjunum var í gær sakfelld fyrir að stela frá biskupsembættinu í ríkinu. Nunnan játaði brot sín og viðurkenndi að hafa eytt fénu að mestu í fjárhættuspil. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

Ræninginn lenti í klónum á bingóspilurum

Norskir bingóspilarar létu hart mæta hörðu þegar óprúttinn ræningi hugðist hlaupast á brott með bingóvinningana um helgina. Ræninginn ógnaði starfsfólki baksviðs með skammbyssu, hafði af þeim féð og hugðist síðan forða sér út í gegnum bingósalinn sjálfann.

Mugabe hugleiðir stöðuna

Íbúar Zimbabwe bíða enn óþreyjufullir eftir því að tilkynnt verði um úrslit kosninganna sem fram fóru þar í landi á laugardag.

Þýskur prestur býður stressuðum að hvílast í gröf

Séra Thorsten Nolting, prestur í Düsseldorf í Þýskalandi, býður sóknarbörnum sínum að eyða 20 mínútum í opinni gröf til að létta áhyggjum hversdagsins af lotnum herðum þeirra. „Þetta er hugsað sem æfing í hugleiðslu,“ sagði Nolting er brást ókvæða við þegar blaðamenn þustu að gröf hans og trufluðu æfinguna.

Yfirheyra vini McCann hjónanna

Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum.

Simbabve í lausu lofti eftir kosningar

Stjórnarandstaðan í Simbabve segir að landið sé í lausu lofti eftir að opinberar tölur kosninganna á laugardag fóru að berast. Samkvæmt þeim er hnífjafnt á milli stjórnarflokks Robert Mugabe og Lýðræðisflokks stjórnarandstöðunnar, báðir flokkar hafa unnið 19 þingsæti.

Kappaksturshetjur létust í flugslysi

Bresku kappaksturshetjurnar David Leslis og Richard Lloyd eru meðal þeirra sem létust þegar einkaflugvél fórst í íbúðarhverfi í Kent í gær. Vélin sendi út neyðarkall skömmu eftir flugtak frá Farnborough flugvelli og hrapaði á íbúðarhús í þéttri byggð. Þriðji maðurinn sem nafngreindur hefur verið er flugmaðurinn Mike Roberts.

Bíða eftir því að FARC láti Betancourt lausa

Flugvél og læknar eru í viðbragðsstöðu ákveði FARC-skæruliðar að láta fransk-kólumbíska forsetaframbjóðandann Ingrid Betancourt lausa úr sex ára gíslingu. Hún er sögð alvarlega veik. Eiginmaður óttast að hún sé við dauðans dyr eða jafnvel látin.

Íhugar bann á tyrkneskum stjórnmálaflokki

Stjórnlagadómstóll í Tyrklandi íhugar nú að taka fyrir mál sem miðar að því að banna stjórnarflokk landsins, AK flokkinn. Saksóknari hefur farið fram á að flokkurinn verði lagður af vegna afstöðu og aðgerða gegn verlaldlegum sjónarmiðum. Hann vill einnig að tugum meðlima flokksins, þar á meðal forsætisráðherranum og forsetanum, verði bannað að taka þátt í stjórnmálum.

Philip prins lét ekki myrða Díönu

Engin sönnunargögn benda til þess að Philip drottningarmaður hafi fyrirskipað að Díana prinsessa og Dodi Fayed ástmaður hennar yrðu myrt. Þetta kom fram í samantekt Scott Baker lávarðs sem fer fyrir réttarrannsókninni á dauða prinsessunnar í London.

Mynd Wilders mótmælt í hinum íslamska heimi

Nokkrir tugir manna komu saman við hollenska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu í morgun til þess að mótmæla nýbirtri stuttmynd hollenska stjórnmálamannsins Geerts Wilders um Kóraninn.

Olympíueldurinn kominn til Kína

Ólympíuleldurinn er kominn til Kína en hátíðleg athöfn var haldin af því tilefni í nótt að íslenskum tíma á torgi hins himneska friðar í Beijing.

Bush hafður að háði og spotti

George Bush bandaríkjaforseti var hafður að háði og spotti er hann var fenginn til að hefja hornaboltatímabilið á National Ballpark í Washington í gærdag.

Múslimar nú fjölmennari en kaþólikkar í heiminum

Samkvæmt árbók Vatikansins fyrir 2008 sem var að koma út eru múslimar nú orðnir fjölmennari en kaþólikkar í heiminum. Samkvæmt bókinni eru 19,2% jarðarbúa múslimar á móti 17,4% kaþólikka.

Al-Sadr dregur herlið til baka

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr skipaði í dag hersveitum sínum að hverfa af götum borga í suðurhluta Íraks og hætta árásum á íraska hermenn. Átök síðan á þriðjudag hafa kostað nærri 240 manns lífið.

Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon

Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar.

Clinton ætlar ekki að gefast upp

Hillary Clinton hét því í gær að hún myndi halda áfram að berjast fyrir sigri á Barack Obama um útnefningu á forsetaefni demókrata.

Átta þúsund huldumenn á kjörskrá

Afrískir eftirlitsmenn, sem fylgjast með kosningunum í Zimbabwe, sögðu nú seinnipartinn að þeir hefði fundið lista yfir nöfn kjósenda í kosningunum sem þar fara fram í dag.

Nota SMS tækni til að veiða minka

Danir nýta sér SMS smáskilaboðatækni við að fanga minka í gildrur. Vandamál vegna villtra minka fara vaxandi ef marka má frétt Danmarks Radio.

Kosið í Simbabve

Loftið er lævi blandið í Afríkuríkinu Simbabve í dag. Forsetakosningar fara þar fram í dag. Robert Mugabe núverandi forseti sækist þar eftir umboði til að stjórna landinu sjötta kjörtímabilið í röð en hann var fyrst kosinn 1980.

Þing Pakistans kaus forsætisráðherra

Þing Pakistans kaus í morgun nýjan forsætisráðherra landsins. Jusef Rasa Gialani var einróma kjörinn. Gilani segir baráttuna gegn hryðjuverkum verða helsta áherslumál nýrrar stjórnar.

Hundruð farþega strandaglópar á Heathrow

Útlit er fyrir að breska flugfélagið British Airways þurfi að aflýsa nærri hundrað flugferðum frá nýrri flugstöð Heathrow-flugvallar í Lundúnum um helgina vegna vandræða með innritun farþega og skráningu farangurs.

Sjá næstu 50 fréttir