Fleiri fréttir Ál og kopar skotmörk innbrotsþjófa vegna hækkana Bandaríkjamenn verða um þessar mundir í auknum mæli vitni að innbrotum sem beinast að óhefðbundnum verðmætum. Koparrör hitaveitulagna og hvers kyns hlutir úr áli eru nýjustu skrautfjaðrirnar í þýfisflórunni samhliða mikilli hækkun á verði þessara málma í Bandaríkjunum og víðar. 1.4.2008 14:31 Norðmenn mega hefja hrefnuveiðar við Jan-Mayen Í dag er heimilt að hefja hrefnuveiðar í Noregi og á Jan Mayensvæðinu. Leyft verður að veiða rúmlega 1.000 hrefnur á vertíðinni en litlar líkur eru taldar á að allur kvótinn náist í sumar. 1.4.2008 13:28 Elsta gullhálsmen Suður-Ameríku fundið Gullhálsmen sem fannst við vatnið Titicaca í suðurhluta Perú er hið elsta sem fundist hefur í Suður-Ameríku. Aldursgreining bendir til að hálsmenið sé um 4.000 ára gamalt. 1.4.2008 13:16 Viðurkenna að Tsvangirai hafi fengið flest atkvæði en vilja kjósa aftur Fulltrúar stjórnarflokks Simbabve viðurkenndu í morgun að stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvangirai hefði fengið flest atkvæði í forsetakosningunum á laugardaginn. 1.4.2008 13:02 Bush styður umsókn Úkraínu að Nato George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi að inngöngu Úkraínu í Nato. Forsetinn lýsti þessu yfir í heimsókn til höfuðborgarinnar Kiev. Úkraína hefði tekið djarfa ákvörðun að sækja um aðild og að Bandaríkin styddu landið heilshugar. 1.4.2008 10:38 Westergaard teiknar skopmynd af Wilders Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur teiknað skopmynd af hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders og segir hana stuðningsyfirlýsingu við málfrelsið. 1.4.2008 10:27 Ævintýralegt rán í Danmörku - stálu 400 milljónum Lestarsamgöngur á milli Kaupmannahafnar og Höje Tastrup röskuðust í morgun þegar ræningjar sem brutust inn í peningaflutningafyrirtæki skildu eftir búnað sem líktist sprengju. 1.4.2008 08:21 Nunna stal frá biskupi til að stunda fjárhættuspil Kaþólsk nunna í Omaha í Bandaríkjunum var í gær sakfelld fyrir að stela frá biskupsembættinu í ríkinu. Nunnan játaði brot sín og viðurkenndi að hafa eytt fénu að mestu í fjárhættuspil. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. 1.4.2008 08:18 Ræninginn lenti í klónum á bingóspilurum Norskir bingóspilarar létu hart mæta hörðu þegar óprúttinn ræningi hugðist hlaupast á brott með bingóvinningana um helgina. Ræninginn ógnaði starfsfólki baksviðs með skammbyssu, hafði af þeim féð og hugðist síðan forða sér út í gegnum bingósalinn sjálfann. 1.4.2008 08:15 Mugabe hugleiðir stöðuna Íbúar Zimbabwe bíða enn óþreyjufullir eftir því að tilkynnt verði um úrslit kosninganna sem fram fóru þar í landi á laugardag. 1.4.2008 08:11 Pelosi vill fá niðurstöðu í baráttu Demókrata strax Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti Demókrati landsins hvetur forsetabrambjóðenudrna Obama og Clinton til þess að binda enda á baráttuna sem allra fyrst. 1.4.2008 08:07 Þýskur prestur býður stressuðum að hvílast í gröf Séra Thorsten Nolting, prestur í Düsseldorf í Þýskalandi, býður sóknarbörnum sínum að eyða 20 mínútum í opinni gröf til að létta áhyggjum hversdagsins af lotnum herðum þeirra. „Þetta er hugsað sem æfing í hugleiðslu,“ sagði Nolting er brást ókvæða við þegar blaðamenn þustu að gröf hans og trufluðu æfinguna. 31.3.2008 17:11 Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31.3.2008 16:32 Simbabve í lausu lofti eftir kosningar Stjórnarandstaðan í Simbabve segir að landið sé í lausu lofti eftir að opinberar tölur kosninganna á laugardag fóru að berast. Samkvæmt þeim er hnífjafnt á milli stjórnarflokks Robert Mugabe og Lýðræðisflokks stjórnarandstöðunnar, báðir flokkar hafa unnið 19 þingsæti. 31.3.2008 15:09 Neydd til að fjarlægja geirvörtuhringi með töng Kona, sem neydd var til að fjarlægja skrauthringi úr geirvörtum sínum með töng við vopnaleitarhlið í Texas, krefst afsökunarbeiðni frá Samgönguöryggismiðstöð Bandaríkjanna. 31.3.2008 14:32 Kappaksturshetjur létust í flugslysi Bresku kappaksturshetjurnar David Leslis og Richard Lloyd eru meðal þeirra sem létust þegar einkaflugvél fórst í íbúðarhverfi í Kent í gær. Vélin sendi út neyðarkall skömmu eftir flugtak frá Farnborough flugvelli og hrapaði á íbúðarhús í þéttri byggð. Þriðji maðurinn sem nafngreindur hefur verið er flugmaðurinn Mike Roberts. 31.3.2008 12:47 Bíða eftir því að FARC láti Betancourt lausa Flugvél og læknar eru í viðbragðsstöðu ákveði FARC-skæruliðar að láta fransk-kólumbíska forsetaframbjóðandann Ingrid Betancourt lausa úr sex ára gíslingu. Hún er sögð alvarlega veik. Eiginmaður óttast að hún sé við dauðans dyr eða jafnvel látin. 31.3.2008 12:24 Íhugar bann á tyrkneskum stjórnmálaflokki Stjórnlagadómstóll í Tyrklandi íhugar nú að taka fyrir mál sem miðar að því að banna stjórnarflokk landsins, AK flokkinn. Saksóknari hefur farið fram á að flokkurinn verði lagður af vegna afstöðu og aðgerða gegn verlaldlegum sjónarmiðum. Hann vill einnig að tugum meðlima flokksins, þar á meðal forsætisráðherranum og forsetanum, verði bannað að taka þátt í stjórnmálum. 31.3.2008 11:42 Philip prins lét ekki myrða Díönu Engin sönnunargögn benda til þess að Philip drottningarmaður hafi fyrirskipað að Díana prinsessa og Dodi Fayed ástmaður hennar yrðu myrt. Þetta kom fram í samantekt Scott Baker lávarðs sem fer fyrir réttarrannsókninni á dauða prinsessunnar í London. 31.3.2008 11:04 Mynd Wilders mótmælt í hinum íslamska heimi Nokkrir tugir manna komu saman við hollenska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu í morgun til þess að mótmæla nýbirtri stuttmynd hollenska stjórnmálamannsins Geerts Wilders um Kóraninn. 31.3.2008 10:49 Kúbverjar mega dvelja á ferðamannahótelum á Kúbu Stjórnvöld á Kúbu hafa ákveðið að heimila Kúbverjum að dvelja á hótelum á eyjunni sem ferðamenn hafa eingöngu fengið að dvelja á hingað til. 31.3.2008 10:29 Kröfur um að Max Mosley segir af sér í Formúlu 1 Max Mosley forstjóri Formúlu eitt keppninnar liggur nú undir miklum þrýstingi um að segja af sér starfinu. 31.3.2008 08:26 Olympíueldurinn kominn til Kína Ólympíuleldurinn er kominn til Kína en hátíðleg athöfn var haldin af því tilefni í nótt að íslenskum tíma á torgi hins himneska friðar í Beijing. 31.3.2008 08:23 Þagnarskylda Guantanamo fanga runnin út Þagnaskylda sem lögð var á fyrsta og eina Guantanamo fangann sem dæmdur hefur verið fyrir hryðjuverk er runnin út. 31.3.2008 07:57 Níu manns létust í umferðarslysum í Danmörku Níu manns fórust í umferðarslysum í Danmörku um helgina sem fjölmiðlar segja þá blóðugustu í manna minnum í umferðinni. 31.3.2008 07:55 Fyrstu tölur í kosningunum í Zimbabwe birtar Kjörstjórn í Zimbabwe hefur birt fyrstu opinberu tölurnar úr kosningunum sem fram fóru þar í landi á laugardag. 31.3.2008 07:54 Bush hafður að háði og spotti George Bush bandaríkjaforseti var hafður að háði og spotti er hann var fenginn til að hefja hornaboltatímabilið á National Ballpark í Washington í gærdag. 31.3.2008 07:52 Annar hver kennari fórnarlamb ofbeldis í Kaupmannahöfn Ofbeldi og hótanir um slíkt í garð grunnskólakennara í Kaupmannahöfn eru vaxandi vandamál og nú er svo komið að annar hver kennari verður fyrir barðinu á slíku. 31.3.2008 06:22 Múslimar nú fjölmennari en kaþólikkar í heiminum Samkvæmt árbók Vatikansins fyrir 2008 sem var að koma út eru múslimar nú orðnir fjölmennari en kaþólikkar í heiminum. Samkvæmt bókinni eru 19,2% jarðarbúa múslimar á móti 17,4% kaþólikka. 30.3.2008 16:41 Lítil einkaþota hrapaði á tvö íbúðarhús í Kent Lítil einkaþota með fimm manns um borð hrapaði fyrir stundu á tvö íbúðarhús skammt frá Farnborough í Kent-héraði suður af Lundúnum. 30.3.2008 15:26 Al-Sadr dregur herlið til baka Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr skipaði í dag hersveitum sínum að hverfa af götum borga í suðurhluta Íraks og hætta árásum á íraska hermenn. Átök síðan á þriðjudag hafa kostað nærri 240 manns lífið. 30.3.2008 18:53 Kínverjar tóku formlega við ólympíueldinum Kínverskir fulltrúar tóku í dag formlega við ólympíueldinum við hátíðlega athöfn í Aþenu í Grikklandi í dag. 30.3.2008 16:54 Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar. 30.3.2008 11:26 Prestur sem hvarf í New York fannst á nektarbúllu í Ohio Prestur sem saknað var í New York fannst um helgina á nektarbúllu í Ohio. 30.3.2008 11:18 Áfram mikil vandræði á Heathrow flugvelli Óttast er að aflýsa þurfi flugferðum breska flugfélagsins British Airways frá nýrri flugstöð á Heathrow-flugvelli í Lundúnum langt fram eftir vikunni. 30.3.2008 10:08 Stjórnarandstaðan í Simbabve segist sigra í kosningunum Stjórnarandstaðan í Simbabve segir allt stefna í sigur í forsetakosningunum þar í landi í gær. Talning stendur nú yfir og ekki búist við úrslitum fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 30.3.2008 09:58 Hersveitir klerksins al-Sadr halda áfram að berjast í Írak Hersveitir rótæki sjía klerksins Moktaka al-Sadr ætla ekki að leggja niður vopn sín. Al-Sadr hvatti í gær bandamenn sína til að taka ekki tilboði íraskra stjórnvalda. 30.3.2008 09:55 Clinton ætlar ekki að gefast upp Hillary Clinton hét því í gær að hún myndi halda áfram að berjast fyrir sigri á Barack Obama um útnefningu á forsetaefni demókrata. 29.3.2008 21:00 Safna fé fyrir sorgmædda móður Meira en 1000 manns hafa gefið fé í söfnun handa móður sem missti son sinn á Amager í dympilvikunni. 29.3.2008 20:30 Átta þúsund huldumenn á kjörskrá Afrískir eftirlitsmenn, sem fylgjast með kosningunum í Zimbabwe, sögðu nú seinnipartinn að þeir hefði fundið lista yfir nöfn kjósenda í kosningunum sem þar fara fram í dag. 29.3.2008 19:58 Nota SMS tækni til að veiða minka Danir nýta sér SMS smáskilaboðatækni við að fanga minka í gildrur. Vandamál vegna villtra minka fara vaxandi ef marka má frétt Danmarks Radio. 29.3.2008 16:37 Kosið í Simbabve Loftið er lævi blandið í Afríkuríkinu Simbabve í dag. Forsetakosningar fara þar fram í dag. Robert Mugabe núverandi forseti sækist þar eftir umboði til að stjórna landinu sjötta kjörtímabilið í röð en hann var fyrst kosinn 1980. 29.3.2008 10:12 Tvö hundruð manns fallið í Írak undan farna daga Átöin um olíuborgina Basra í Írak hafa nú breiðst út um nær allan suðurhluta Íraks og til höfuðborgarinnar Bagdad. 29.3.2008 10:07 Þing Pakistans kaus forsætisráðherra Þing Pakistans kaus í morgun nýjan forsætisráðherra landsins. Jusef Rasa Gialani var einróma kjörinn. Gilani segir baráttuna gegn hryðjuverkum verða helsta áherslumál nýrrar stjórnar. 29.3.2008 09:59 Hundruð farþega strandaglópar á Heathrow Útlit er fyrir að breska flugfélagið British Airways þurfi að aflýsa nærri hundrað flugferðum frá nýrri flugstöð Heathrow-flugvallar í Lundúnum um helgina vegna vandræða með innritun farþega og skráningu farangurs. 29.3.2008 09:49 Sjá næstu 50 fréttir
Ál og kopar skotmörk innbrotsþjófa vegna hækkana Bandaríkjamenn verða um þessar mundir í auknum mæli vitni að innbrotum sem beinast að óhefðbundnum verðmætum. Koparrör hitaveitulagna og hvers kyns hlutir úr áli eru nýjustu skrautfjaðrirnar í þýfisflórunni samhliða mikilli hækkun á verði þessara málma í Bandaríkjunum og víðar. 1.4.2008 14:31
Norðmenn mega hefja hrefnuveiðar við Jan-Mayen Í dag er heimilt að hefja hrefnuveiðar í Noregi og á Jan Mayensvæðinu. Leyft verður að veiða rúmlega 1.000 hrefnur á vertíðinni en litlar líkur eru taldar á að allur kvótinn náist í sumar. 1.4.2008 13:28
Elsta gullhálsmen Suður-Ameríku fundið Gullhálsmen sem fannst við vatnið Titicaca í suðurhluta Perú er hið elsta sem fundist hefur í Suður-Ameríku. Aldursgreining bendir til að hálsmenið sé um 4.000 ára gamalt. 1.4.2008 13:16
Viðurkenna að Tsvangirai hafi fengið flest atkvæði en vilja kjósa aftur Fulltrúar stjórnarflokks Simbabve viðurkenndu í morgun að stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvangirai hefði fengið flest atkvæði í forsetakosningunum á laugardaginn. 1.4.2008 13:02
Bush styður umsókn Úkraínu að Nato George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi að inngöngu Úkraínu í Nato. Forsetinn lýsti þessu yfir í heimsókn til höfuðborgarinnar Kiev. Úkraína hefði tekið djarfa ákvörðun að sækja um aðild og að Bandaríkin styddu landið heilshugar. 1.4.2008 10:38
Westergaard teiknar skopmynd af Wilders Danski teiknarinn Kurt Westergaard hefur teiknað skopmynd af hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders og segir hana stuðningsyfirlýsingu við málfrelsið. 1.4.2008 10:27
Ævintýralegt rán í Danmörku - stálu 400 milljónum Lestarsamgöngur á milli Kaupmannahafnar og Höje Tastrup röskuðust í morgun þegar ræningjar sem brutust inn í peningaflutningafyrirtæki skildu eftir búnað sem líktist sprengju. 1.4.2008 08:21
Nunna stal frá biskupi til að stunda fjárhættuspil Kaþólsk nunna í Omaha í Bandaríkjunum var í gær sakfelld fyrir að stela frá biskupsembættinu í ríkinu. Nunnan játaði brot sín og viðurkenndi að hafa eytt fénu að mestu í fjárhættuspil. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. 1.4.2008 08:18
Ræninginn lenti í klónum á bingóspilurum Norskir bingóspilarar létu hart mæta hörðu þegar óprúttinn ræningi hugðist hlaupast á brott með bingóvinningana um helgina. Ræninginn ógnaði starfsfólki baksviðs með skammbyssu, hafði af þeim féð og hugðist síðan forða sér út í gegnum bingósalinn sjálfann. 1.4.2008 08:15
Mugabe hugleiðir stöðuna Íbúar Zimbabwe bíða enn óþreyjufullir eftir því að tilkynnt verði um úrslit kosninganna sem fram fóru þar í landi á laugardag. 1.4.2008 08:11
Pelosi vill fá niðurstöðu í baráttu Demókrata strax Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti Demókrati landsins hvetur forsetabrambjóðenudrna Obama og Clinton til þess að binda enda á baráttuna sem allra fyrst. 1.4.2008 08:07
Þýskur prestur býður stressuðum að hvílast í gröf Séra Thorsten Nolting, prestur í Düsseldorf í Þýskalandi, býður sóknarbörnum sínum að eyða 20 mínútum í opinni gröf til að létta áhyggjum hversdagsins af lotnum herðum þeirra. „Þetta er hugsað sem æfing í hugleiðslu,“ sagði Nolting er brást ókvæða við þegar blaðamenn þustu að gröf hans og trufluðu æfinguna. 31.3.2008 17:11
Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31.3.2008 16:32
Simbabve í lausu lofti eftir kosningar Stjórnarandstaðan í Simbabve segir að landið sé í lausu lofti eftir að opinberar tölur kosninganna á laugardag fóru að berast. Samkvæmt þeim er hnífjafnt á milli stjórnarflokks Robert Mugabe og Lýðræðisflokks stjórnarandstöðunnar, báðir flokkar hafa unnið 19 þingsæti. 31.3.2008 15:09
Neydd til að fjarlægja geirvörtuhringi með töng Kona, sem neydd var til að fjarlægja skrauthringi úr geirvörtum sínum með töng við vopnaleitarhlið í Texas, krefst afsökunarbeiðni frá Samgönguöryggismiðstöð Bandaríkjanna. 31.3.2008 14:32
Kappaksturshetjur létust í flugslysi Bresku kappaksturshetjurnar David Leslis og Richard Lloyd eru meðal þeirra sem létust þegar einkaflugvél fórst í íbúðarhverfi í Kent í gær. Vélin sendi út neyðarkall skömmu eftir flugtak frá Farnborough flugvelli og hrapaði á íbúðarhús í þéttri byggð. Þriðji maðurinn sem nafngreindur hefur verið er flugmaðurinn Mike Roberts. 31.3.2008 12:47
Bíða eftir því að FARC láti Betancourt lausa Flugvél og læknar eru í viðbragðsstöðu ákveði FARC-skæruliðar að láta fransk-kólumbíska forsetaframbjóðandann Ingrid Betancourt lausa úr sex ára gíslingu. Hún er sögð alvarlega veik. Eiginmaður óttast að hún sé við dauðans dyr eða jafnvel látin. 31.3.2008 12:24
Íhugar bann á tyrkneskum stjórnmálaflokki Stjórnlagadómstóll í Tyrklandi íhugar nú að taka fyrir mál sem miðar að því að banna stjórnarflokk landsins, AK flokkinn. Saksóknari hefur farið fram á að flokkurinn verði lagður af vegna afstöðu og aðgerða gegn verlaldlegum sjónarmiðum. Hann vill einnig að tugum meðlima flokksins, þar á meðal forsætisráðherranum og forsetanum, verði bannað að taka þátt í stjórnmálum. 31.3.2008 11:42
Philip prins lét ekki myrða Díönu Engin sönnunargögn benda til þess að Philip drottningarmaður hafi fyrirskipað að Díana prinsessa og Dodi Fayed ástmaður hennar yrðu myrt. Þetta kom fram í samantekt Scott Baker lávarðs sem fer fyrir réttarrannsókninni á dauða prinsessunnar í London. 31.3.2008 11:04
Mynd Wilders mótmælt í hinum íslamska heimi Nokkrir tugir manna komu saman við hollenska sendiráðið í Djakarta í Indónesíu í morgun til þess að mótmæla nýbirtri stuttmynd hollenska stjórnmálamannsins Geerts Wilders um Kóraninn. 31.3.2008 10:49
Kúbverjar mega dvelja á ferðamannahótelum á Kúbu Stjórnvöld á Kúbu hafa ákveðið að heimila Kúbverjum að dvelja á hótelum á eyjunni sem ferðamenn hafa eingöngu fengið að dvelja á hingað til. 31.3.2008 10:29
Kröfur um að Max Mosley segir af sér í Formúlu 1 Max Mosley forstjóri Formúlu eitt keppninnar liggur nú undir miklum þrýstingi um að segja af sér starfinu. 31.3.2008 08:26
Olympíueldurinn kominn til Kína Ólympíuleldurinn er kominn til Kína en hátíðleg athöfn var haldin af því tilefni í nótt að íslenskum tíma á torgi hins himneska friðar í Beijing. 31.3.2008 08:23
Þagnarskylda Guantanamo fanga runnin út Þagnaskylda sem lögð var á fyrsta og eina Guantanamo fangann sem dæmdur hefur verið fyrir hryðjuverk er runnin út. 31.3.2008 07:57
Níu manns létust í umferðarslysum í Danmörku Níu manns fórust í umferðarslysum í Danmörku um helgina sem fjölmiðlar segja þá blóðugustu í manna minnum í umferðinni. 31.3.2008 07:55
Fyrstu tölur í kosningunum í Zimbabwe birtar Kjörstjórn í Zimbabwe hefur birt fyrstu opinberu tölurnar úr kosningunum sem fram fóru þar í landi á laugardag. 31.3.2008 07:54
Bush hafður að háði og spotti George Bush bandaríkjaforseti var hafður að háði og spotti er hann var fenginn til að hefja hornaboltatímabilið á National Ballpark í Washington í gærdag. 31.3.2008 07:52
Annar hver kennari fórnarlamb ofbeldis í Kaupmannahöfn Ofbeldi og hótanir um slíkt í garð grunnskólakennara í Kaupmannahöfn eru vaxandi vandamál og nú er svo komið að annar hver kennari verður fyrir barðinu á slíku. 31.3.2008 06:22
Múslimar nú fjölmennari en kaþólikkar í heiminum Samkvæmt árbók Vatikansins fyrir 2008 sem var að koma út eru múslimar nú orðnir fjölmennari en kaþólikkar í heiminum. Samkvæmt bókinni eru 19,2% jarðarbúa múslimar á móti 17,4% kaþólikka. 30.3.2008 16:41
Lítil einkaþota hrapaði á tvö íbúðarhús í Kent Lítil einkaþota með fimm manns um borð hrapaði fyrir stundu á tvö íbúðarhús skammt frá Farnborough í Kent-héraði suður af Lundúnum. 30.3.2008 15:26
Al-Sadr dregur herlið til baka Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr skipaði í dag hersveitum sínum að hverfa af götum borga í suðurhluta Íraks og hætta árásum á íraska hermenn. Átök síðan á þriðjudag hafa kostað nærri 240 manns lífið. 30.3.2008 18:53
Kínverjar tóku formlega við ólympíueldinum Kínverskir fulltrúar tóku í dag formlega við ólympíueldinum við hátíðlega athöfn í Aþenu í Grikklandi í dag. 30.3.2008 16:54
Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar. 30.3.2008 11:26
Prestur sem hvarf í New York fannst á nektarbúllu í Ohio Prestur sem saknað var í New York fannst um helgina á nektarbúllu í Ohio. 30.3.2008 11:18
Áfram mikil vandræði á Heathrow flugvelli Óttast er að aflýsa þurfi flugferðum breska flugfélagsins British Airways frá nýrri flugstöð á Heathrow-flugvelli í Lundúnum langt fram eftir vikunni. 30.3.2008 10:08
Stjórnarandstaðan í Simbabve segist sigra í kosningunum Stjórnarandstaðan í Simbabve segir allt stefna í sigur í forsetakosningunum þar í landi í gær. Talning stendur nú yfir og ekki búist við úrslitum fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 30.3.2008 09:58
Hersveitir klerksins al-Sadr halda áfram að berjast í Írak Hersveitir rótæki sjía klerksins Moktaka al-Sadr ætla ekki að leggja niður vopn sín. Al-Sadr hvatti í gær bandamenn sína til að taka ekki tilboði íraskra stjórnvalda. 30.3.2008 09:55
Clinton ætlar ekki að gefast upp Hillary Clinton hét því í gær að hún myndi halda áfram að berjast fyrir sigri á Barack Obama um útnefningu á forsetaefni demókrata. 29.3.2008 21:00
Safna fé fyrir sorgmædda móður Meira en 1000 manns hafa gefið fé í söfnun handa móður sem missti son sinn á Amager í dympilvikunni. 29.3.2008 20:30
Átta þúsund huldumenn á kjörskrá Afrískir eftirlitsmenn, sem fylgjast með kosningunum í Zimbabwe, sögðu nú seinnipartinn að þeir hefði fundið lista yfir nöfn kjósenda í kosningunum sem þar fara fram í dag. 29.3.2008 19:58
Nota SMS tækni til að veiða minka Danir nýta sér SMS smáskilaboðatækni við að fanga minka í gildrur. Vandamál vegna villtra minka fara vaxandi ef marka má frétt Danmarks Radio. 29.3.2008 16:37
Kosið í Simbabve Loftið er lævi blandið í Afríkuríkinu Simbabve í dag. Forsetakosningar fara þar fram í dag. Robert Mugabe núverandi forseti sækist þar eftir umboði til að stjórna landinu sjötta kjörtímabilið í röð en hann var fyrst kosinn 1980. 29.3.2008 10:12
Tvö hundruð manns fallið í Írak undan farna daga Átöin um olíuborgina Basra í Írak hafa nú breiðst út um nær allan suðurhluta Íraks og til höfuðborgarinnar Bagdad. 29.3.2008 10:07
Þing Pakistans kaus forsætisráðherra Þing Pakistans kaus í morgun nýjan forsætisráðherra landsins. Jusef Rasa Gialani var einróma kjörinn. Gilani segir baráttuna gegn hryðjuverkum verða helsta áherslumál nýrrar stjórnar. 29.3.2008 09:59
Hundruð farþega strandaglópar á Heathrow Útlit er fyrir að breska flugfélagið British Airways þurfi að aflýsa nærri hundrað flugferðum frá nýrri flugstöð Heathrow-flugvallar í Lundúnum um helgina vegna vandræða með innritun farþega og skráningu farangurs. 29.3.2008 09:49