Erlent

Kínverjar tóku formlega við ólympíueldinum

Kínverskir fulltrúar tóku í dag formlega við ólympíueldinum við hátíðlega athöfn í Aþenu í Grikklandi í dag.

Mótmælendur reyndu að trufla athöfnina og vildu þar með gagnrýna meðferð Kínverja á Tíbetum. Gríska lögreglan kom í veg fyrir að mótmælendur næðu inn á ólympíuleikvanginn.

Ólympíukyndillinn var síðan fluttur í flugvél og flogið af stað með hann til Peking þar sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Hann verður sýndur á hátíð á Torgi hins himneska friðar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×